Hugmyndir að hvernig minnka má plastnotkun í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201705124

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 307. fundur - 06.07.2018

Með innsendu erindi dags. 12. maí 2017 óskar Unnur E. Hafstað fyrir hönd arta.is eftir fundi með umhverfisráði Dalvíkurbyggðar til að fara yfir hvernig minnka megi plastnotkun í sveitarfélaginu.
Undir þessum lið koma Unnur E. Hafstað og Snæborg Ragna Jónatansdóttir inn á fundinn kl. 09.30.
Ráðið þakkar þeim Unni E. Hafstað og Snæborgu Rögnu Jónatansdóttur fyrir gagnlegar umræður og ábendingar.
Unnur og Snæborg viku af fundi kl. 09.49