Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 19. jan,úar 2018 þar sem fram kemur að þann 1. mars n.k. mun Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra breyta verklagi sínu við afgreiðslu umsókna um rekstrarleyfi, en þær breytingar varða nánar til tekið samskipti leyfisveitanda við umsagnaraðila. Eldra verklag verður lagt niður og umsóknir um rekstrarleyfi afgreiddar að liðnum 45 daga frestinum, óháð því hvort umsögnum hefur verið skilað eður ei, nema að umsagnaraðilar óski sérstaklega eftir fresti við leyfisveitanda, sbr. 26. gr. reglugerðar nr. 1277/2016. Leyfisveitandi mun því framvegis ekki ganga á eftir svörum umsagnaraðila, eins og gert hefur verið, heldur afgreiða umsóknina á grundvelli fyrirliggjandi gagna og í samræmi við sett lög.