Byggðaráð

836. fundur 28. september 2017 kl. 12:00 - 15:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
  • Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri
  • Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Athugið breyttan fundartíma - fundurinn byrjar kl. 12:00.

Seinni fundur dagsins byrjar kl. 15:00.

1.Fjárhagsáætlun 2018 og þriggja ára áætlun 2019-2021;

Málsnúmer 201705174Vakta málsnúmer

a) Tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun félagsmálasviðs

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, kl. 13:00.

Eyrún kynnti tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun málaflokks 02; félagsþjónusta, fyrir árið 2018 og þriggja ára áætlun 2019-2021.

Eyrún vék af fundi kl. 12:44.

b) Tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun veitu- og hafnasviðs


Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, kl. 14:00.

Þorsteinn kynnti tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun málaflokka 41, 42, 43, 44, 47, 48, 73, 74; Hafnasjóður, Vatnsveita, Hitaveita og Fráveita.

Þorsteinn vék af fundi kl. 14:15.

Lagt fram til kynningar.

2.Frá Íbúðalánasjóði; Húsnæðisþing 2017

Málsnúmer 201709113Vakta málsnúmer

Á 835. fundi byggðaráðs þann 21. september 2017 var eftirfarandi bókað:
"Tekinn fyrir rafpóstur dagsettur þann 15. september 2017 frá Íbúðalánasjóði þar sem fram kemur að miðvikudaginn 8. nóvember n.k. verður haldið fyrsta árlega Húsnæðisþingið hér á landi og eru sveitarfélögin hvött til að taka daginn frá.
Vísað til framkvæmdastjórnar."

Fjallað var um ofangreint á fundi framkvæmdastjórnar þann 25.09.2017. Lagt er til að fulltrúar frá Dalvíkurbyggð sæki Húsnæðisþingið.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að 1-2 fulltrúar frá Dalvíkurbyggð sæki þingið.

3.Frá Dalbæ; Ársreikningur Dalbæjar 2016

Málsnúmer 201709130Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá framkvæmdastjóra Dalbæjar, dagsett þann 18. september 2017, þar sem fram kemur að hjálagður er ársreikningur Dalbæjar heimilis aldraða Dalvík fyrir árið 2016 sem samþykktur hefur verið af stjórn Dalbæjar.
Lagt fram til kynningar.

4.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Umsögn vegna takmarkana á 7.gr. laga um stjórn fiskveiða

Málsnúmer 201709158Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur dagsettur þann 25. september 2017 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, þar sem fram kemur að meðfylgjandi er beiðni frá Sjávarútvegsráðuneyti um umsögn vegna laga um stjórn fiskveiða.

Umsögnin lýtur að beiðni Samtaka smærri útgerða um að bann við notkun annarra veiðarfæra en línu og handfæra við veiðar skv. krókaaflamarki verði aflétt. Telja samtökin bannið feli í sér mismunun þar sem útgerðir aflamarksskipa hafi getað skipt um veiðarfæri til að bregðast við breyttum aðstæðum.

Þau sveitarfélög sem hyggjast veita umsögn eru beðin um að senda umsögn sína til Sambandsins í síðasta lagi 13. október n.k.
Lagt fram til kynningar.

5.Frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu; Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga

Málsnúmer 201709159Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dagsett þann 19. september 2017, þar sem fram kemur að ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verður haldinn miðvikudaginn 4. október n.k. á Hilton Reykjavík Nordica kl. 16:00.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að sækja fundinn f.h. Dalvíkurbyggðar.

6.Frá Neytendasamtökunum; Beiðni um styrkveitingu

Málsnúmer 201709160Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Neytendasamtökunum, dagsett þann 14. september 2017, þar sem óskað er eftir styrk til að styðja við starfsemi samtakanna.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna ofangreindu erindi.

7.Frá Pétri Einarssyni;Árskógur 1 og nýgerður kaupsamningur

Málsnúmer 201709097Vakta málsnúmer

Á 834. fundi byggðaráðs þann 14. september 2017 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Pétri Einarssyni, lögfræðingi, f.h. íbúasamtaka á Hauganesi, rafpóstur dagsettur þann 11. september 2017, þar sem fram kemur að um sé að ræða formlegt erindi lögfræðings fyrir hönd aðila á Hauganesi sem hafa beðið hann að grennslast fyrir um fullyrðingar sem fram koma í 11 liðum vegna kaupsamnings sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar um eignina Árskógur 1, 621. Dalvík. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir umsögn bæjarlögmanns um þetta mál."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að svarbréfi við ofangreindu erindi.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum drög að svarbréfi eins og það liggur fyrir.

8.Frá Ungmennafélagi Svarfdæla; Uppbygging á vallarsvæði UMFS á Dalvík

Málsnúmer 201709001Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Guðni Bergsson, formaður KSÍ, Björn Friðþjófsson, landshlutafulltrúi NL hjá KSÍ, og Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs.

Til umræðu uppbygging á vallarsvæði UMFS á Dalvík.

Guðni, Björn og Hlynur viku af fundi kl. 15:12.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:15.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
  • Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri
  • Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs