Stöðumat janúar - júní 2019. Skil stjórnenda

Málsnúmer 201907059

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 915. fundur - 22.08.2019

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti skil stjórnenda hvað varðar stöðumat janúar-júní 2019, þ.e. staða bókhalds í samanburði við heimildir í fjárhagsáætlun.

Á fundinum var farið yfir samantekt sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs yfir fjárfestingar og framkvæmdir samkvæmt stöðu úr bókhaldi.

Lagt fram til kynningar og frekari yfirferð frestað til næsta fundar.

Fræðsluráð - 240. fundur - 28.08.2019

Stjórnendur skóla fóru yfir fjárhagslegt stöðumat fyrir janúar - júní 2019 hjá sinni stofnun.
Fræðsluráð þakkar stjórnendum fyrir yfirferð á sex mánaða fjárhagsstöðumati leik - og grunnskóla.

Byggðaráð - 916. fundur - 29.08.2019

Á 915. fundi byggðaráðs þann 22. ágúst s.l. var eftirfarandi bókað:
"Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti skil stjórnenda hvað varðar stöðumat janúar-júní 2019, þ.e. staða bókhalds í samanburði við heimildir í fjárhagsáætlun. Á fundinum var farið yfir samantekt sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs yfir fjárfestingar og framkvæmdir samkvæmt stöðu úr bókhaldi.
Lagt fram til kynningar og frekari yfirferð frestað til næsta fundar."

a) Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, kl. 8:15.

Þorsteinn fór yfir stöðumat janúar - júní 2019 vegna reksturs og framkvæmda fyrir Hafnasjóð Dalvíkurbyggðar, Vatnsveitu Dalvíkur, Hitaveitu Dalvíkur og Fráveitu Dalvíkurbyggðar.

Þorsteinn vék af fundi kl. 09:15.

b) Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 09:18.

Börkur fór yfir stöðumat vegna janúar - júní 2019 vegna þeirra deilda og málaflokka sem heyra undir umhverfis- og tæknisvið, bæði hvað varðar rekstur og stöðu framkvæmda. Um er að ræða heilbrigðismál, Vinnuskóla, bruna- og almannavarnir, hreinlætismál, umhverfismál, bygginga- og skipulagsmál, landbúnaðarmál og Eignasjóð.

Börkur vék af fundi kl. 10:00.

c) Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs hélt áfram yfirferð á stöðumati vegna janúar - júní 2019 samkvæmt skilum stjórnenda þar sem dregin er fram staða reksturs og fjárfestinga samkvæmt heimildum í fjárhagsáætlun.


a) Lagt fram til kynningar.
b) Lagt fram til kynningar.
c) Lagt fram til kynningar.

Umhverfisráð - 326. fundur - 02.09.2019

Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis - og tæknisviðs lagði fram fjárhagslegt stöðumat á málaflokka 08, 09, 10 og 11 frá janúar til og með júlí.
Lagt fram til kynningar

Íþrótta- og æskulýðsráð - 112. fundur - 03.09.2019

Farið var yfir fjárhagslegt stöðumat fyrir janúar - júní 2019.

Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 15. fundur - 06.09.2019

Stöðumat janúar - júní lagt fram til kynningar.
Magnús Guðmundur Ólafsson fór yfir sex mánaða stöðumat fyrir Tónlistarskólann TÁT. Rekstur Tónlistarskólans á Tröllaskaga er í góðu horfi miðað við stöðuna fyrstu sex mánuði ársins.

Menningarráð - 75. fundur - 19.09.2019

Björk Eldjárn Kristjánsdóttir forstöðumaður safna fór yfir fjárhagslegt stöðumat frá janúar til júní 2019.
Menningarráð þakkar Björk fyrir góða kynningu.