Veitu- og hafnaráð

82. fundur 06. febrúar 2019 kl. 08:00 - 09:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Valdimar Bragason formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir aðalmaður
  • Kristján Hjartarson aðalmaður
  • Óskar Þór Óskarsson varamaður
Starfsmenn
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Rúnar Þór Ingvarsson Starfsmaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs
Dagskrá
Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson boðaði forföll og mætti varamaður hans Óskar Þór Óskarsson til fundarins.

1.Austurgarður, niðurrekstur, verkfundagerðir

Málsnúmer 201802045Vakta málsnúmer

Vinna við niðurrekstur á stálþili og vinnu við landfyllingu er lokið. Fyrir fundinum liggur fundargerðir 8. verkfundar, sem staðfest var 27. september, 9. verkfundar, sem staðfest var 22.október og 10. verkfundar sem staðfest var 17. desember, sem er jafnframt síðasta verkfundargerðin því framkvæmdum er lokið.
Lagðar fram til kynningar.

2.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2019

Málsnúmer 201901088Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá fundargerð 409. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var föstudaginn 18. janúar 2019 kl. 11:00. Fundurinn var haldinn var í Hlaðbúð, Borgartúni 30 í Reykjavík.
Lögð fram til kynningar.

3.Upplýsingar um veitur hjá sveitarfélögum

Málsnúmer 201901003Vakta málsnúmer

Með bréfi sem dagsett er 17. 12.2018, óskar Þjóðskrá Íslands eftir upplýsingum hvaða veitur þjóna Dalvíkurbyggð. Með veitum er átt við:

Vatnsveitu (kalt vatn)
Hitaveitur (heitt vatn)
Rafmagnsveitur
Frárennslisveitur

Einnig kannar Þjóðskrá Íslands hvort sveitarfélagið hafi möguleika á að afhenda gögn um veitur og lagnir þeirra þannig að hægt sé að skoða þau í landupplýsingakerfi.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða að fela sviðsstjóra að senda umbeðin gögn á stafrænu formi til Þjóðskrár.

4.Smávirkjanir í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201407032Vakta málsnúmer

Í fjárhagsáætlun yfirstandandi árs er gert ráð fyrir því að halda áfram að kanna möguleika á smávirkjunum í Dalvíkurbyggð.

Í fyrsta áfanga verkefnisins fékk Dalvíkurbyggð Verkfræðistofuna Mannvit til þess að skoða þá valkosti sem eru til staðar í Dalvíkurbyggð og í febrúar 2015 var lögð fram skýrsla um úttekt á valkostum. Þetta verkefni sem nú er verið að ýta af stað er að taka á annað stig með því að vinna úr gögnum sem fyrir liggja og þá einnig leita eftir styrkjum í verkefnið.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða, að fela sviðsstjóra að leita samninga við Mannvit um frekari samantekt gagna og undirbúningsrannsóknir vegna smávirkjanna.

5.Árgjald fyir hitaveituréttindi á virkjursvæðinu að Brimnesborgum 2019.

Málsnúmer 201901099Vakta málsnúmer

Hitaveita Dalvíkur sendir til Orkustofnun skýrslu um nýtingu á heitu vatni frá virkjunarsvæðinu að Brimnesborgum. Samkvæmt áðurnefndri skýrslu skiptist selt vatnsmagn af heitu vatni frá Brimnesborgum með eftirfarandi hætti:

Árskógsströnd
56.478 m3
Hauganes
51.963 m3
Árskógssandur
55.335 m3
Svarfaðardalur
109.614 m3
Dalvík
138.747 m3
Samtals 412.137 m3

Eins og sést á þessum tölum þá hefur selt vatnsmagn á árinu 2018 farið yfir 400.000 m3. Á árinu 2014 var gengið frá kaupum á vatnsmagni frá virkjunarsvæðinu að Brimnesborgum að 400.000 m3. Að framansögðu þá virkjast viðbótargreiðsla samkvæmt viðauka við framangreindan samning um jarðhitaréttindi, dags. 21. ágúst 2008, sbr. 1. lið 3. mgr. 2. gr. viðaukans en þar segir:

Í hvert sinn þegar því marki hefur verið náð að selt vatnsmagn hefur aukist um 50.000 rúmmetra þá verði greiddar kr. 859.328. Seljendur eiga skv. þessu rétt á þessum greiðslum þegar selt vatnsmagn fer yfir 400.000 m3.

Sundurliðun á greiðslu fyrir jarðhitaréttindi er erftifarandi:
Lóðarleiga samkvæmt samningi frá 1997 kr. 430.313,-
Kaup á viðbótarréttindum 50.000 m3 kr. 1.292.770,-
Samtals kr. 1.723.083,-


Að framansögðu verður næstu kaup á viðbótarréttindum samkvæmt viðbótarsamningi frá 2008 er þegar selt vatnsmagn fer yfir 450.000 m3 samkvæmt árlegri skilagrein til Orkustofnunar.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða að fela sviðsstjóra að senda greiðslu vegna jarðhitaréttinda til landeigenda samkvæmt samningi.

6.Ósk um viðauka við fjárhagsáætlun 2019, vegna ákvæðis í samningi um vatnsréttindi að Brimnesborgum.

Málsnúmer 201902029Vakta málsnúmer

Í samningi um jarðhitaréttindi, dags. 21. ágúst 2008, sbr. 1. lið 3. mgr. 2. gr. viðaukans en þar segir:

Í hvert sinn þegar því marki hefur verið náð að selt vatnsmagn hefur aukist um 50.000 rúmmetra þá verði greiddar kr. 859.328. Seljendur eiga skv. þessu rétt á þessum greiðslum þegar selt vatnsmagn hefur náð 400.000 m3.

Að öllu venjulegu þá hefði einungis verið greidd lóðaleiga samkvæmt fyrri samningi um vatnsréttindi en gert var ráð fyrir slíkri greiðslu í fjárhagsáætlun.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða, með fimm atkvæðum, að óska eftir viðauka vegna þessarar samningsbundnu greiðslu. Kostnaður vegna þess greiðist af auknum tekjum vegna vegna meiri vatnssölu.

7.Álagning fasteignagjalda 2019 - vatnsveita og rotþróargj.

Málsnúmer 201901072Vakta málsnúmer

Með bréfi sem dagsett er 28.01.2019 og undirritað af Lilju Björk Reynisdóttur og Sveinbirni Hjörleifssyni, kemur fram að þau telja að vatnslögnin sé í einkaeigu og rotþróin hafi verið sett niður af þeim.

Í kaupsamningi að Refaskála í landi Ytra-Holts frá 22.08.1990 er ekki tekið fram að vatnslögn sé með í kaupunum. Það er tekið fram að semja verður við jarðareiganda um lóðarleigusamning undir fasteignina sem er Bæjarsjóður Dalvíkur.
Veitu- og hafnaráð staðfestir samhljóða með fimm atkvæðum þá afgreiðslu sem hefur verið gerð við álagningu vatnsgjalds og fráveitugjalds vegna álagningu fasteignagjalda fyrir árið 2019 hesthúsin að Hringsholti í landi Ytra-Holts. Verði frekari gögn lögð fram um eignarhald verður þessi ákvörðun endurskoðuð. Einnig er fulltrúm bréfritara boðið til samtals ef vilji er fyrir því.

8.Ósk um skýringu á mismun á gjöldum

Málsnúmer 201901005Vakta málsnúmer

Með bréfi frá Ottó B. Jakobssyni, sem dagsett er 27. desember 2018 óskar hann eftir skýringum á álagningu vatnsgjalds, íbúðarhús, fráveitugjalds rotþró og fráveitugjalds rotþró fast gjald. Hann vekur athygli á því að um frístundabúskap er að ræða hjá honum.
Umrædd álagning er gerð samkvæmt gjaldskrá Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar annars vegar og hins vegar samkvæmt gjaldskrá Fráveitu Dalvíkurbyggðar.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða, með fimm atkvæðum, að álagning vatnsgjalds skuli taka mið af vatnsgjaldi vegna útihúsa og einnig að endurgreiða Ottó oftekið vatnsgjald en rotþróargjaldið standi óbreytt enda greiddi Fráveita Dalvíkurbyggðar niðursetningu hennar.

Fundi slitið - kl. 09:15.

Nefndarmenn
  • Valdimar Bragason formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir aðalmaður
  • Kristján Hjartarson aðalmaður
  • Óskar Þór Óskarsson varamaður
Starfsmenn
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Rúnar Þór Ingvarsson Starfsmaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs