Árgjald fyir hitaveituréttindi á virkjursvæðinu að Brimnesborgum 2019.

Málsnúmer 201901099

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 82. fundur - 06.02.2019

Hitaveita Dalvíkur sendir til Orkustofnun skýrslu um nýtingu á heitu vatni frá virkjunarsvæðinu að Brimnesborgum. Samkvæmt áðurnefndri skýrslu skiptist selt vatnsmagn af heitu vatni frá Brimnesborgum með eftirfarandi hætti:

Árskógsströnd
56.478 m3
Hauganes
51.963 m3
Árskógssandur
55.335 m3
Svarfaðardalur
109.614 m3
Dalvík
138.747 m3
Samtals 412.137 m3

Eins og sést á þessum tölum þá hefur selt vatnsmagn á árinu 2018 farið yfir 400.000 m3. Á árinu 2014 var gengið frá kaupum á vatnsmagni frá virkjunarsvæðinu að Brimnesborgum að 400.000 m3. Að framansögðu þá virkjast viðbótargreiðsla samkvæmt viðauka við framangreindan samning um jarðhitaréttindi, dags. 21. ágúst 2008, sbr. 1. lið 3. mgr. 2. gr. viðaukans en þar segir:

Í hvert sinn þegar því marki hefur verið náð að selt vatnsmagn hefur aukist um 50.000 rúmmetra þá verði greiddar kr. 859.328. Seljendur eiga skv. þessu rétt á þessum greiðslum þegar selt vatnsmagn fer yfir 400.000 m3.

Sundurliðun á greiðslu fyrir jarðhitaréttindi er erftifarandi:
Lóðarleiga samkvæmt samningi frá 1997 kr. 430.313,-
Kaup á viðbótarréttindum 50.000 m3 kr. 1.292.770,-
Samtals kr. 1.723.083,-


Að framansögðu verður næstu kaup á viðbótarréttindum samkvæmt viðbótarsamningi frá 2008 er þegar selt vatnsmagn fer yfir 450.000 m3 samkvæmt árlegri skilagrein til Orkustofnunar.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða að fela sviðsstjóra að senda greiðslu vegna jarðhitaréttinda til landeigenda samkvæmt samningi.