Upplýsingar um veitur hjá sveitarfélögum

Málsnúmer 201901003

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 82. fundur - 06.02.2019

Með bréfi sem dagsett er 17. 12.2018, óskar Þjóðskrá Íslands eftir upplýsingum hvaða veitur þjóna Dalvíkurbyggð. Með veitum er átt við:

Vatnsveitu (kalt vatn)
Hitaveitur (heitt vatn)
Rafmagnsveitur
Frárennslisveitur

Einnig kannar Þjóðskrá Íslands hvort sveitarfélagið hafi möguleika á að afhenda gögn um veitur og lagnir þeirra þannig að hægt sé að skoða þau í landupplýsingakerfi.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða að fela sviðsstjóra að senda umbeðin gögn á stafrænu formi til Þjóðskrár.