Veitu- og hafnaráð

94. fundur 01. apríl 2020 kl. 08:00 - 10:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Valdimar Bragason formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Óskar Þór Óskarsson varamaður
Starfsmenn
  • Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri
  • Rúnar Þór Ingvarsson starfsmaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs
Dagskrá
Fundurinn var fjarfundur.
Ásdís Jónasdóttir boðaði forföll og situr Óskar Þór Óskarsson fundinn í hennar stað.

1.Fundargerðir Siglingaráðs 2020

Málsnúmer 202001091Vakta málsnúmer

Frá Siglingaráði hafa borist eftirtaldar fundargerðir: 21. fundar frá 5. desember 2019 og 22. fundar 6. febrúar 2020.
Lagðar fram til kynningar.

2.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2020

Málsnúmer 202001090Vakta málsnúmer

Fundargerð 420. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands en fundurinn var haldinn miðvikudaginn 26. febrúar 2020, kl. 12:00 í Hlaðbúð, Borgartúni 30 í Reykjavík.
Fundargerð 421. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands en fundurinn var haldinn föstudaginn 20. mars kl. 12:00. Fundurinn fór fram í gegnum fjarfundarbúnað.
Lagðar fram til kynningar.

3.Dalvíkurhöfn, dýpkun við Austurgarð 2020.

Málsnúmer 202001061Vakta málsnúmer

Með rafpósti var eftirfarandi sent til ráðsmanna þann 15.02.2020: "Ég sendi ykkur til upplýsingar niðurstöður tilboða í dýpkun. Það bárust tvö boð í verkið og í viðhengi fylgir bréf frá siglingasviði Vegagerðarinnar þar sem mælt er með að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda. Einnig sendi ég til ykkar bréf sem ég sendi til Skipulagsstofnunar og svar er komið en þar segir:

„Almennt er það svo að hafi verið tekið ákvörðun um að framkvæmd skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum þá þarf ekki að taka ákvörðun um hana aftur, sé framkvæmdinni ekki lokið, ef engar sérstakar breytingar hafa verið gerðar á framkvæmdinni. Á það til dæmis við um endurnýjun leyfa eða þegar í upphafi voru veitt leyfi fyrir minna efnismagni en fjallað var um í matsskylduákvörðun og svo er sótt um frekari leyfi sem þó rúmast innan upphaflegrar matsskylduákvörðunar.“

Þetta svar segir að ef við eru innan þess magns sem tilkynnt var á sínum tíma þarf ekki að endurtaka tilkynningarferilinn. Það á hins vegar eftir að heyra í Umhverfisstofnun, sem getur tekið á.

Hvað varðar verktíma þá verður þetta verk líklega unnið á undan Akureyri þá líklega í lok apríl eða byrjun maí.

Að lokum er þessi kynning nægjanleg svo hægt sé að ganga frá verksamningi og hann svo kynntur í ráðinu ásamt því að óska eftir viðauka vegna þessa verks."

Nú liggur verksamningur vegna ofangreinds verks og einnig bréf frá Umhverfisstofnun sem veitir leyfi til þess að varpa upp gröfnu efni í hafið.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum framlagðan verksamning við Björgun hf.

4.Dýpkun 2020 - beiðni um viðauka

Málsnúmer 202003173Vakta málsnúmer

Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2020, framkvæmdaáætlun, var ekki gert ráð fyrir að fara í dýpkun við Austur- og Norðurgarð. Nú er svo komið að tækifæri gafst til að ljúka þessum verkþætti og þess vegna er þessi beiðni um viðauka að fjárhæð kr. 8.400.000,-.
Útistandandi er viðskiptaskuld við Siglingasvið Vegagerðar ríkisins að fjárhæð um kr. 9.700.000,-, vegna vangreiddrar þátttöku við fyrri dýpkunarframkvæmdir við Austurgarð.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að óska eftir umræddum viðauka vegna dýpkunar og að sviðsstjóri gangi eftir greiðslu frá Siglingasviði Vegargerðar ríksins vegna vangreiðslu á fyrri hluta dýpkunarinnar.

5.Til upplýsinga vegna heimsfaraldurs kórónaveiru

Málsnúmer 202002084Vakta málsnúmer

Í ljósi aðstæðna vegna nýrrar kórónaveiru (2019-nCoV) hefur Ríkislögreglustjóri í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis lýst yfir óvissustigi.

Samkvæmt landsáætlun vegna heimsfaraldurs ber Umhverfisstofnun þegar kemur til óvissustigs m.a. að gera áætlun vegna meðhöndlunar úrgangs og smithættu af úrgangi í heimsfaraldri, gera verklagsreglur vegna smithættu af sorpi og meðhöndlun úrgangs ásamt því að samræma hlutverk heilbrigðisfulltrúa og sinna ráðgjöf til samstarfsaðila.

Í viðhengi má finna framangreinda áætlun og verklagsreglur um meðhöndlun úrgangs.
Veitu- og hafnaráð felur sviðsstjóra að kynna verklagsreglur fyrir starfsmönnum Hafnasjóðs. Samhliða þessu fóru fram umræður um móttöku úrgangs frá skipum og var ákveðið að taka það fyrir sem sér lið á næsta fundi ráðsins.

6.Endurskoðun á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020

Málsnúmer 201806118Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 28.febrúar 2020 óskar skipulagsstjóri Dalvíkurbyggðar eftir umsögn á skipulagslýsingu vegna endurskoðun Aðalskipulags Dalvíkurbyggðar 2020-2032 samkvæmt meðfylgjandi gögnum.

Eftirfarandi kemur fram í kafla 3.5.2 Strandsvæði Eyjafjarðar, flokkun vatns
"Stefnt skal að því að gæði sjávar við strendur Eyjafjarðar verði í hæsta flokki (flokkur A) miðað við ákvæði reglugerða."
Veitu- og hafnaráð vill benda á að hér vantar skilgreiningu við hvað er átt. Í svæðisskipulagi Eyjafjarðar kemur fram að hér er átt við að Eyjafjörður er síður viðkvæmur viðtaki og óskar ráði eftir því að þetta verði lagfært í fyrirliggjandi Skipulags- og matslýsingu.
Veitu- og hafnaráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum þá athugasemd sem fram er sett í inngangi.

7.Bráðabirgðayfirlit fyrstu vatnaáætlunar fyrir Ísland

Málsnúmer 202002062Vakta málsnúmer

Umhverfisstofnun vekur athygli á því að bráðabirgðaryfirlit fyrstu vatnaáætlunar fyrir Ísland hefur nú verið auglýst til kynningar. Hér gefst tækifæri til að koma með ábendingar eða athugasemdir um verndun vatns sem gætu nýst við gerð vatnaáætlunarinnar sem mun taka gildi árið 2022.
Frestur til að senda inn ábendingar og athugasemdir er til 1. apríl.
Lögð fram til kynningar.

8.Geymsluskáli, bygging

Málsnúmer 202003171Vakta málsnúmer

Í fjárhagsáætlun, framkvæmdaáætlun, er gert ráð fyrir að reisa geymsluskála við Sandskeið 26. Fyrir fundinum liggja teikningar af væntanlegum skála og frumkostnaðaráætlun og tilboð frá Límtré Vírnet ehf. ásamt lýsingu að fjárhæð kr. 22.554.000,-.
Einnig er til staðfestingar verksamningar:
Form ráðgjöf ehf.
Stoð verkfræðistofa ehf.
Veitu- og hafnaráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum verkbeiðni frá Form ráðgjöf ehf., verksamning við Stoð verkfræðistofu ehf. og tilboð frá Límtré Vírnet ehf. í bygginguna samkvæmt lýsingu.

9.Smávirkjanir í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201407032Vakta málsnúmer

Fyrirspurn var send út til umsagnaraðila um matskyldu framkvæmda til nokkurra aðila, sem nú hafa skilað inn viðbrögðum.
Minjastofnun fór fram á mat á umhverfisáhrifum framkvæmdar, til þess að bregðast við þessu var leitað til Fornleifastofnunar Íslands um tilboð í skoðun og skráningu fornleifa á framkvæmdasvæðinu.
Tilboð frá þeim liggur fyrir og leggur sviðsstjóri til að að því verði gengið. Heildarkostnaður við verkefnið er kr. 960.000,- m vsk.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum framlagt tilboð frá Fornleifastofnun Íslands.

10.Frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga; fjárfestingar 2019

Málsnúmer 201903093Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi til sveitarstjóra frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, dagsett þann 18. mars 2019, er varðar almennt eftirlit með því að fjármál og fjármálastjórn sveitarfélaga sé í samræmi við lög og reglur. Fram kemur að nefndin hefur ákveðið að taka til umfjöllunar með hvaða hætti sveitarfélög standa að eftirliti og framkvæmd fjárfestinga á árinu 2019.
Byggðarráð vísar erindinu til umfjöllunar í veitu- og hafnarráði.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
  • Valdimar Bragason formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Óskar Þór Óskarsson varamaður
Starfsmenn
  • Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri
  • Rúnar Þór Ingvarsson starfsmaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs