Veitu- og hafnaráð

35. fundur 19. ágúst 2015 kl. 07:30 - 10:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Pétur Sigurðsson Formaður
  • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir Aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs
Dagskrá

1.Hafnafundur 2015

Málsnúmer 201508036Vakta málsnúmer

Stjórn Hafnasambands Íslands boðar til 7. hafnafundar, sem haldinn verður í Hafnarfirði, föstudaginn 28. ágúst nk.
Veitu- og hafnaráð samþykkir að Bjarna Th. Bjarnason, sveitarstjóri og Gunnþór Sveinbjörnsson, yfirhafnavörður verði fulltrúar Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar á fundinum.
Gunnþór Sveinbjörnsson vék af fundi kl. 7:48.

2.Smávirkjanir í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201407032Vakta málsnúmer

Síðla sumars 2014 ákvað sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar að láta vinna úttekt á möguleikum til virkjunar vatnsfalla í sveitarfélaginu. Tilgangurinn var að gera grófa könnun á hvaða möguleikar væru á smávirkjunum af ýmsum stærðum, ekki síst virkjunum sem gætu selt rafmagn inn á dreifikerfið og stuðlað að atvinnuuppbyggingu í sveitarfélaginu.

Hluti af þessari úttekt er að framkvæma mælingar á vatnafari í Dalvíkurbyggð. Hér er til kynningar fyrsta skýrsla þess efnis.
Veitu- og hafnaráð samþykkir að skýrsla um smávirkjanir í Dalvíkurbyggð verði kynnt opinberlega við fyrstu hentugleika og felur sveitarstjóra að finna hentugan tíma til þess. Lagt er einnig til að framangreind skýrsla verði birt á heimasíðu Dalvíkurbyggðar fyrir fundinn.

3.Viljayfirlýsing um vatnsaflvirkjun í Brimnesá.

Málsnúmer 201508020Vakta málsnúmer

Á fund sveitarstjóra kom Garðar Lárusson, frá Íslenskri Vatnsorku ehf, hann kynnti fyrirtækið áhuga þess að koma að byggingu vatnsaflsvirkjunar í Brimnesá.

Fyrir fundinum liggja drög að viljayfirlýsingu um framangreinda framkvæmd.
Afgreiðslu erindisins frestað.

4.Viljayfirlýsing um samstarf.

Málsnúmer 201506149Vakta málsnúmer

Bjarni Th. átti fund með fulltrúum EAB á skrifstofu Fallorku þann 12.júní 2015. Fundur haldinn af tilstuðlan Andra Teitssonar frmkv.stj. Fallorku sem skrifaði nýverið undir viljayfirlýsingu á milli Fallorku og EAB á aðalfundi AFE þann 20.maí 2015. Fulltrúar EAB sendu drög að viljayfirlýsingu til Dalvíkurbyggðar í framhaldinu til skoðunar.
Afgreiðslu erindisins frestað.

5.Vatnssýni 2015

Málsnúmer 201501131Vakta málsnúmer

Við hefðbundið eftirlit Heilbrigðiseftirlits kom í ljós að vatnsýni úr lagnakefi Vatnsveitunnar úr Krossafjalli reyndist ekki í lagi. Brugðist var við með því að loka fyrir eitt brunnsvæðið í fjallinu og sýni sem tekið var 4. ágúst sl. reyndist í lagi.
Lagt fram til kynningar.

6.Fjárhags- og starfsáætlun 2016

Málsnúmer 201508034Vakta málsnúmer

Til upplýsingar var fjárhagsrammi fyrir árið 2016 kynntur auk hans var tímarammi vegna starfs- og fjárhagsáætlunar lagður fram.
Veitu- og hafnaráð stefnir að halda fund um starfs- og fjárhagsáætlun 2016 miðvikudaginn 2. september n.k..

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
  • Pétur Sigurðsson Formaður
  • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir Aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs