Á 36. fundi veitu- og hafnasviðs þann 2. september 2015 var eftirfarandi bókað:
"Á fundinum voru kynntar tillögur að gjaldskrá fyrir Hafnasjóð Dalvíkurbyggðar, Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar, Hitaveitu Dalvíkur og Fráveitu Dalvíkurbyggðar. Í þeim er gert ráð fyrir að þær taki breytingum byggingarvísitölu frá 1. september 2014 til 1. september 2015 samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar frá árinu 2014. Að auki voru kynnt ýmis vinnugögn sem tengjast vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun næsta árs.
Veitu-og hafnaráð vekur athygli á því að byggingarvísitala hefur hækkað umtalsvert að undanförnu. Að framansögðu varpar þeirri fyrirspurn til byggðarráðs hvort fara eigi eftir þeirri forskrift sem samþykkt var á síðasta ári hvað varðar hækkanir á gjaldskrám sveitarfélagsins. "
Samkvæmt forsendum með fjárhagsáætlun 2016-2019 liggur fyrir sú ákvörðun byggðaráðs að hækka skal allar tillögur að gjaldskrá fyrir árið 2016 samkvæmt vísitölum nema að annað sé ákveðið.
Upplýst var á fundinum að á 37. fundi byggðaráðs þann 9. september 2015 samþykkti veitu- og hafnaráð tillögur að gjaldskrám fyrir vatnsveitu, fráveitu og hitaveitu með vísitöluhækkunum í samræmi við þær leiðbeiningar sem sveitarstjórn og byggðaráð hefur áður samþykkt.