Fjárhags- og starfsáætlun 2016

Málsnúmer 201508034

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 35. fundur - 19.08.2015

Til upplýsingar var fjárhagsrammi fyrir árið 2016 kynntur auk hans var tímarammi vegna starfs- og fjárhagsáætlunar lagður fram.
Veitu- og hafnaráð stefnir að halda fund um starfs- og fjárhagsáætlun 2016 miðvikudaginn 2. september n.k..

Veitu- og hafnaráð - 36. fundur - 02.09.2015

Á fundinum voru kynntar tillögur að gjaldskrá fyrir Hafnasjóð Dalvíkurbyggðar, Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar, Hitaveitu Dalvíkur og Fráveitu Dalvíkurbyggðar. Í þeim er gert ráð fyrir að þær taki breytingum byggingarvísitölu frá 1. september 2014 til 1. september 2015 samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar frá árinu 2014.

Að auki voru kynnt ýmis vinnugögn sem tengjast vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun næsta árs.
Veitu-og hafnaráð vekur athygli á því að byggingarvísitala hefur hækkað umtalsvert að undanförnu.

Að framansögðu varpar þeirri fyrirspurn til byggðarráðs hvort fara eigi eftir þeirri forskrift sem samþykkt var á síðasta ári hvað varðar hækkanir á gjaldskrám sveitarfélagsins.

Byggðaráð - 745. fundur - 10.09.2015

Á 36. fundi veitu- og hafnasviðs þann 2. september 2015 var eftirfarandi bókað:

"Á fundinum voru kynntar tillögur að gjaldskrá fyrir Hafnasjóð Dalvíkurbyggðar, Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar, Hitaveitu Dalvíkur og Fráveitu Dalvíkurbyggðar. Í þeim er gert ráð fyrir að þær taki breytingum byggingarvísitölu frá 1. september 2014 til 1. september 2015 samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar frá árinu 2014. Að auki voru kynnt ýmis vinnugögn sem tengjast vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun næsta árs.



Veitu-og hafnaráð vekur athygli á því að byggingarvísitala hefur hækkað umtalsvert að undanförnu. Að framansögðu varpar þeirri fyrirspurn til byggðarráðs hvort fara eigi eftir þeirri forskrift sem samþykkt var á síðasta ári hvað varðar hækkanir á gjaldskrám sveitarfélagsins. "



Samkvæmt forsendum með fjárhagsáætlun 2016-2019 liggur fyrir sú ákvörðun byggðaráðs að hækka skal allar tillögur að gjaldskrá fyrir árið 2016 samkvæmt vísitölum nema að annað sé ákveðið.



Upplýst var á fundinum að á 37. fundi byggðaráðs þann 9. september 2015 samþykkti veitu- og hafnaráð tillögur að gjaldskrám fyrir vatnsveitu, fráveitu og hitaveitu með vísitöluhækkunum í samræmi við þær leiðbeiningar sem sveitarstjórn og byggðaráð hefur áður samþykkt.
Lagt fram til kynningar.

Veitu- og hafnaráð - 38. fundur - 16.09.2015

Sviðsstjóri kynnti fyrir ráðsmönnum greiningu á tekjum Hafnasjóðs 2014 og 2015 eftir mánuðum og byggist tekjuáætlun fyrir framlagðri fjárhagsáætlun á henni.
Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagða fjárhagsáætlun fyrir 2016. Stefnt er að sér fundi þar sem framkvæmdir verða ákveðnar.

Veitu- og hafnaráð - 39. fundur - 23.09.2015

Á undanförnum fundum hefur ráðið verið að fjalla um starfs- og fjárhagsáælun 2016 fyrir þá málaflokka sem eru á forræði ráðsins. Í starfsáætluninni er farið yfir ýmsa þætti starfsemi þeirra stofnanna sem hún tekur til og gefur greinagóða mynd að því gert hefur verið og fyrirhugað er að gera á næsta ári.

Allar stofnanirnar ná að halda ramma nema Hitaveita Dalvíkur, en henni hefur verið falið að standa undir kostnaði vegna gagnaveitu í dreifbýli sveitarfélagsins. Ráðið beinir því til sveitarstjórnar að taka tillit til þess þegar að afgreiðslu fjárhagsáætlunar Hitaveitu Dalvíkur kemur.
Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagað starfs- og fjárhagsáætlun fyrir árið 2016.