Veitu- og hafnaráð

36. fundur 02. september 2015 kl. 07:30 - 10:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Pétur Sigurðsson Formaður
  • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir Aðalmaður
  • Ásgeir Páll Matthíasson Varamaður
  • Silja Pálsdóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs
Dagskrá
Kristján Hjartarson og Óskar Óskarsson boðuðu forföll og sátu varamenn þeirra fundinn Silja Pálsdóttir og Ásgeir Páll Matthíassson.

1.Fjárhags- og starfsáætlun 2016

Málsnúmer 201508034Vakta málsnúmer

Á fundinum voru kynntar tillögur að gjaldskrá fyrir Hafnasjóð Dalvíkurbyggðar, Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar, Hitaveitu Dalvíkur og Fráveitu Dalvíkurbyggðar. Í þeim er gert ráð fyrir að þær taki breytingum byggingarvísitölu frá 1. september 2014 til 1. september 2015 samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar frá árinu 2014.

Að auki voru kynnt ýmis vinnugögn sem tengjast vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun næsta árs.
Veitu-og hafnaráð vekur athygli á því að byggingarvísitala hefur hækkað umtalsvert að undanförnu.

Að framansögðu varpar þeirri fyrirspurn til byggðarráðs hvort fara eigi eftir þeirri forskrift sem samþykkt var á síðasta ári hvað varðar hækkanir á gjaldskrám sveitarfélagsins.

2.Fundargerðir Hafnasambandsins 2015

Málsnúmer 201501125Vakta málsnúmer

Fundargerð 376. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var 24. ágúst sl.





Lögð fram til kynningar.

Sviðstjóra falið að óska eftir þeim gögnum sem fylgdi 6. og 7. lið fundargerðarinnar og að þau verði kynnt á næsta fundi ráðsins.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
  • Pétur Sigurðsson Formaður
  • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir Aðalmaður
  • Ásgeir Páll Matthíasson Varamaður
  • Silja Pálsdóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs