Málsnúmer 202211096Vakta málsnúmer
Á 357. fundi sveitarstjórnar var samþykkt á 1062. fundi byggaráðs þann 16. mars sl. eftirfarandi bókun:
"Á 1061. fundi byggðaráðs þann 9. mars sl. voru til umfjöllunar viðræður við Hafnasamlag Norðurlands um inngöngu Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar í samlagið, SVÓT greining og fundur þann 15. mars sl. með stjórn og framkvæmdastjóra Hafnasamlagsins. Á fundinum frá Dalvíkurbyggð var byggðaráð, sveitarstjóri, sviðsstjóri framkvæmdasviðs og fulltrúar úr veitu- og hafnaráði. Á fundi byggðaráðs var farið yfir fundinn í gær, 15. mars. Niðurstaða: Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að viðræðum við Hafnasamlag Norðurlands verði frestað um óákveðinn tíma. "
Gunnar Kristinn mætir undir fjórða lið.