Veitu- og hafnaráð

128. fundur 18. október 2023 kl. 08:15 - 10:20 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Sigmar Örn Harðarson formaður
  • Benedikt Snær Magnússon varaformaður
  • Gunnlaugur Svansson aðalmaður
  • Silja Pálsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Sigurður Valdimar Bragason, aðalmaður boðaði forföll og Sigvaldi Gunnlaugsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Formaður óskar eftir heimild til afbrigða við dagskrá þannig að eitt mál bætist við eð málsnúmer 202310077. Var það samþykkt samhljóða 5 atkvæðum og fer málið á dagskrá undir tölulið nr. 8.

1.Gjaldskrár 2024

Málsnúmer 202307014Vakta málsnúmer

Til umræðu gjaldskrár hitaveitu, vatnsveitu, fráveitu og hafna Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2024.
Veitu- og hafnaráð leggur til að gjaldskrár fráveitu, hitaveitu, vatnsveitu og hafna Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2024 hækki um 4,9%. Samþykkt samhljóða 5 atkvæðum.

2.Starfs- og fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027

Málsnúmer 202304162Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur yfirlit yfir framkvæmdir fyrir veitur og hafnir Dalvíkurbyggðar unnið af Gísla Bjarnasyni.
Veitu- og hafnarráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum fyrirliggjandi skjal með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.

3.Erindi vegna niðurfellingu á afslætti Ránarbraut 5

Málsnúmer 202304039Vakta málsnúmer

Á 125.fundi veitu- og hafnaráðs þann 30.júní sl. var eftirfarandi bókað: Veitu - og hafnarráð, samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að fela sveitarstjóra að leita álits á framkvæmd afsláttarkjara skv. 2.gr. gjaldskrár Hitaveitu Dalvíkur.

Sveitarstjóri hefur óskað eftir áliti frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og umhverfis-, orku og loftslagsráðuneytinu varðandi erindið en svör liggja ekki fyrir.
Lagt fram til kynningar.

4.Hitaveitur á Íslandi - Úttekt á stöðu hitaveitna og nýtingar jarðhitavatns til húshitunar

Málsnúmer 202305035Vakta málsnúmer

Úttekt unnin af ÍSOR fyrir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, gefin út í maí 2023. Úttektin felur í sér að leggja mat á stöðu rannsókna og gagna um auðlindina, hvernig þróun nýtingar hefur verið og hvaða tækifæri eru til sjálfbærrar nýtingar jarðhita til framtíðar. Í köflum 8.29 og 8.30 er umfjöllun um Hitaveitu Dalvíkur og Brimnes/Birnunesborgir.
Á 125.fundi veitu- og hafnaráðs þann 30.júní sl. var eftirfarandi bókað:
Það vekur athygli veitu- og hafnaráðs að á mynd 5 á bls. 25 að metin afkastageta Hitaveitu Dalvíkur er rúmir 200 l/sek, sveitarstjóra er falið að afla upplýsinga hvaða forsendur eru að baki þessari tölu. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.
Sveitarstjóri upplýsti að fulltrúar ÍSOR sem unnu umrædda skýrslu munu koma á nóvemberfund veitu- og hafnarráðs.
Lagt fram til kynningar.

5.202209060 - Hitaveitulögn frá Syðri-Haga til Hjalteyrar

Málsnúmer 202210020Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

6.Smávirkjanir í Dalvíkurbyggð (Brimnesárvirkjun)

Málsnúmer 201407032Vakta málsnúmer

Á 127. fundi veitu- og hafnaráðs þann 6. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1077.fundi byggðaráðs var samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að setja könnun í loftið á grundvelli minnisblaðs með þeim breytingum á spurningum sem gerðar voru á fundinum.
Starfandi formaður veitu- og hafnaráðs óskaði eftir að fá kynningu á framkvæmd íbúakönnunnar.
Lagt fram til kynningar."
Á 1083.fundi byggðaráðs þann 12.október sl. var eftirfarandi bókað:
Lagt fram til kynningar og byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa niðurstöðunni til kynningar í veitu- og hafnaráði.
Lagt fram til kynningar

7.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2023

Málsnúmer 202301132Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir frá 455. fundi og 456. fundi stjórnar Hafnasambands Íslands.
Lagt fram til kynningar

8.Hafnafundur 2023 haldinn 20.október 2023

Málsnúmer 202310077Vakta málsnúmer

Stjórn Hafnasambands Íslands boðar til 11. hafnafundar, sem haldinn verður í ráðstefnusal Hafrannsóknarstofnunar í Hafnarfirði, föstudaginn 20. október nk.
Veitu- og hafnarráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að Benedikt Snær Magnússon verði fulltrúi hafna Dalvíkurbyggðar á hafnafundinum.

Fundi slitið - kl. 10:20.

Nefndarmenn
  • Sigmar Örn Harðarson formaður
  • Benedikt Snær Magnússon varaformaður
  • Gunnlaugur Svansson aðalmaður
  • Silja Pálsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Sigurður Valdimar Bragason, aðalmaður boðaði forföll og Sigvaldi Gunnlaugsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri