Frá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs; Félagslegar íbúðir, ljósleiðaratenging.

Málsnúmer 201504109

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 733. fundur - 30.04.2015

Tekið fyrir erindi frá Þorsteini K. Björnssyni, sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs, bréf dagsett þann 27. apríl 2015, þar sem fram kemur að eins og byggðaráði er kunnugt um er verið að leggja ljósleiðara um Árskógsströnd. Þar eru 11 íbúðir sem eru í eigu Dalvíkurbyggðar og því eðlilegt að Félagslegar íbúðir kosti tengingu þeirra við umræddan ljósleiðra.



Kostnaðurinn við hverja tengingu er kr. 100.000 á íbúð og því er heildarkostnaðurinn vegna þessa verkefnis kr. 1.100.000. Við gerð viðhaldsáætlunar vegna viðhalds íbúða Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2015 var ekki gert ráð fyrir kostnaði sem þessum, en ljóst má vera að framkvæmd sem þessi mun bæði auka verðmæti eignanna og sölumöguleika þeirra, eins og segir í bréfinu.



Þorsteinn vék af fundi kl. 13:40.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2015 að upphæð kr. 1.100.000 á deild 57-40 og á móti er liður 43-21-4975 lækkaður um kr. 1.100.000.