19. júní 2015 - frí ?

Málsnúmer 201504125

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 733. fundur - 30.04.2015

Samkvæmt frétt af vef Morgunblaðsins þá hvetur ríkisstjórnin vinnuveitendur, jafnt á almennum markaði sem og hjá ríki og sveitarfélögum, til þess að veita starfsmönnum sínum frí 19. júní n.k. eins og kostur er svo þeir geti tekið þátt í skipulögðum hátíðarhöldum þann dag sem áformuð eru í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna.
Byggðaráð samþykkir að fresta ákvörðun um ofangreint og afla upplýsinga um hvað önnur fyrirtæki í sveitarfélaginu hyggjast gera.

Byggðaráð - 734. fundur - 06.05.2015

Á 733. fundi byggðaráðs þann 30. apríl 2015 var eftirfarandi bókað:

"7. 201504125 - 19. júní 2015 - frí ?

Samkvæmt frétt af vef Morgunblaðsins þá hvetur ríkisstjórnin vinnuveitendur, jafnt á almennum markaði sem og hjá ríki og sveitarfélögum, til þess að veita starfsmönnum sínum frí 19. júní n.k. eins og kostur er svo þeir geti tekið þátt í skipulögðum hátíðarhöldum þann dag sem áformuð eru í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna.



Byggðaráð samþykkir að fresta ákvörðun um ofangreint og afla upplýsinga um hvað önnur fyrirtæki í sveitarfélaginu hyggjast gera."



Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til eftirfarandi tillögu við sveitarstjórn:

Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykkir að loka öllum starfsstöðvum sínum frá og með kl. 12:00 á kvenfrelsisdaginn 19. júní næstkomandi og veita starfsfólki frí.

Með ákvörðuninni sýnir sveitarstjórn 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna virðingu og hvetur starfsmenn til að taka þátt í skipulögðum hátíðahöldum þann dag sem áformuð eru í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna.