Málsnúmer 201504060Vakta málsnúmer
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson vék af fundi undir þessum lið kl. 08:43 vegna vanhæfis og varaformaður tók við fundarstjórn.
Á 732. fundi byggðaráðs þann 22. apríl 2014 var eftirfarandi bókað:
4". 201504060 - Frá Jóhanni Ólafi Sveinbjarnarsyni; Styrkur vegna Ólympíuleikanna í stærðfræði.
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson vék af fundi undir þessum lið kl. 13:28 vegna vanhæfis og varamaður varaformanns tók við fundarstjórn
Tekið fyrir erindi frá Jóhanni Ólafi Sveinbjarnarsyni, rafpóstur dagsettur þann 13. apríl 2015, þar sem Jóhann Ólafur sækir um styrk / laun frá Dalvíkurbyggð vegna undirbúnings fyrir Ólympíuleikanna í stærðfræði. Fram kemur að venja sé að keppendur fái eða sæki a.m.k. um að fá laun frá sínu sveitarfélaginu. Með undirbúningi og keppni sem fer fram í Chiang Mai á Thaílandi er um að ræða ca. 6 vikna tímabil.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fresta afgreiðslu og felur sveitarstjóra að afla nánari upplýsinga um erindið í samræmi við umræður á fundinum og óskar jafnframt eftir að fá gögn með erindinu í samræmi við almennar reglur sveitarfélagsins um styrkveitingar.
Byggðaráð ítrekar við íþrótta- og æskulýðsráð að á 703. fundi byggðarráðs þann 31. júlí 2014 var íþrótta- og æskulýðsráði falið að ræða og ef til vill að móta reglur um skapandi sumarstörf fyrir ungt fólk sem rúmast innan vinnuskólans."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá Jóhanni Ólafi, dagsettur þann 4. maí 2015, þar sem fram kemur að Jóhann Ólafur sækir um kr. 300.000 styrk frá Dalvíkurbyggð vegna undirbúnings fyrir Ólympíuleikanna í stærðfræði sem samsvarar 100% dagvinnu með kr. 1.250 í tímakaup í 6 vikur. Einnig koma fram nánari upplýsingar um undirbúning og keppnina sjálfa.
Til umræðu ofangreint.