Trúnaðarmál

Málsnúmer 201401137

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 693. fundur - 20.03.2014

Undir þessum lið komu á fund byggðarráðs Jón Steingrímur Sæmundsson, launafulltrúi, Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs og Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 8:15.

Kristinn Ingi Valsson kom á fundinn undir þessum lið kl. 8:38.

Launafulltrúi ásamt sviðsstjórum félagsmálasviðs, fræðslu- og menningarsviðs og fjármála- og stjórnsýslusviðs unnu að úrvinnslu og samantekt fyrir byggðarráð.

Í aðgerðaáætlun með Mannréttindastefnu Dalvíkurbyggðar er kveðið á um að byggðarráð, í samvinnu við launafulltrúa, skuli gera úrtakskönnun á launum starfsmanna í sambærilegum störfum til að greina hvort um kynbundinn launamun sé að ræða.

Launafulltrúi gerði grein fyrir niðurstöðum úr könnuninni. Megin niðurstaðan er að ekki er um kynbundinn launamun að ræða hjá Dalvíkurbyggð. Fram komu nokkrar ábendingar um atriði sem vert er að skoða nánar ef markmiðið er að sækja um Jafnlaunavottun.

Jón, Eyrún og Hildur Ösp viku af fundi kl.09:00.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela vinnuhópnum að taka saman hvað þarf að vinna og setja í ferli með því markmiði að sækja um Jafnlaunavottun.

Byggðaráð - 728. fundur - 12.03.2015

Frestað.
Bókað í trúnaðarmálabók.

Byggðaráð - 734. fundur - 06.05.2015

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson vék af fundi kl. 10:06 til annarra starfa og varaformaður tók við fundarstjórn.

Byggðaráð - 738. fundur - 18.06.2015

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson vék af fundi undir þessum lið kl. 15:35 vegna vanhæfis og varaformaður tók við fundarstjórn.



Á 693. fundi byggðaráðs þann 20. mars 2014 var eftirfarandi bókað:

"201401137 - Frá launafulltrúa, sviðsstjórum félagsmálasviðs, fræðslu- og menningarsviðs og fjármála- og stjórnsýslusviðs; Er kynbundinn launamunur í Dalvíkurbyggð ?

Undir þessum lið komu á fund byggðarráðs Jón Steingrímur Sæmundsson, launafulltrúi, Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs og Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 8:15.



Kristinn Ingi Valsson kom á fundinn undir þessum lið kl. 8:38.



Launafulltrúi ásamt sviðsstjórum félagsmálasviðs, fræðslu- og menningarsviðs og fjármála- og stjórnsýslusviðs unnu að úrvinnslu og samantekt fyrir byggðarráð.



Í aðgerðaáætlun með Mannréttindastefnu Dalvíkurbyggðar er kveðið á um að byggðarráð, í samvinnu við launafulltrúa, skuli gera úrtakskönnun á launum starfsmanna í sambærilegum störfum til að greina hvort um kynbundinn launamun sé að ræða.



Launafulltrúi gerði grein fyrir niðurstöðum úr könnuninni. Megin niðurstaðan er að ekki er um kynbundinn launamun að ræða hjá Dalvíkurbyggð. Fram komu nokkrar ábendingar um atriði sem vert er að skoða nánar ef markmiðið er að sækja um Jafnlaunavottun.



Jón, Eyrún og Hildur Ösp viku af fundi kl.09:00.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela vinnuhópnum að taka saman hvað þarf að vinna og setja í ferli með því markmiði að sækja um Jafnlaunavottun."



Til umræðu ofangreindar niðurstöður úr könnun 2014.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fá ráðgjöf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi þau mál sem standa út af.