Byggðaráð

736. fundur 28. maí 2015 kl. 13:00 - 16:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Kristján Guðmundsson boðaði forföll og varamaður hans, Heiða Hilmarsdóttir, mætti á fundinn í hans stað.

1.Húsabakki

Málsnúmer 201408038Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs kl. 13:00 Arnar Guðmundsson, formaður stjórnar Húsabakka ehf., Hjörleifur Hjartarson og Elín Gísladóttir, stjórnarmenn í Húsabakka ehf., og Auðunn Bjarni Ólafsson, framkvæmdastjóri Húsabakka ehf.



Á 734. fundi byggðaráðs þann 7. maí 2015 var eftirfarandi bókað:

"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Auðunn Bjarni Ólafsson, framkvæmdastjóri Húsabakka ehf. og Hjörleifur Hjartarson, stjórnarmaður, kl. 9:05.



Á 729. fundi byggðaráðs þann 27. mars 2015 var eftirfarandi bókað:

"201408038 - Frá Húsabakka ehf; Fjárhagsáætlun 2015; ábendingar um viðhald.



Á 720. fundi byggðaráðs þann 11. febrúar 2014 var eftirfarandi samþykkt:

"Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum beiðni stjórnar Húsabakka ehf. um að draga til baka fyrri ákvörðun um uppsögn á leigusamningi á milli Dalvíkurbyggðar og Húsabakka ehf. Ný ákvörðun um framhald leigusamnings verði tekin eftir viðræður við stjórn Húsabakka ehf., í síðasta lagi 1. júní 2015.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að leita eftir viðræðum við forsvarsmenn Húsabakka ehf. og að sveitarstjóri leiði þær viðræður fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.

Byggðarráð ítrekar fyrri bókun sína um vilja til að framlengja samning um Rima til 1. júní 2015 og verði hann tekinn til endurskoðunar í viðræðum um samninginn við Húsabakka.

Byggðarráð ítrekar afstöðu sína um vilja til að selja húsnæði Húsabakka."



Til umræðu ofangreint.



Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir forsvarsmönnum Húsabakka ehf. á fund byggðarráðs."



Til umræðu ofangreint.



Stefnt að funda næst um ofangreint fimmtudaginn 28.maí 2015.

Auðunn Bjarni og Hjörleifur viku af fundi kl. 09:40.



Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að ganga frá málum hvað varðar leigusamning um Rima."



Forsvarsmenn Húsabakka ehf. lögðu fram minnisblað dagsett þann 27. maí 2015 frá aðalfundi Húsabakka ehf. varðandi ofangreind mál og hvernig stjórn og hluthafar sjá fyrir sér næstu skref.



Til umræðu ofangreint.



Arnar, Hjörleifur, Elín og Auðunn Bjarni viku af fundi kl. 13:33.



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að setja upp minnisblað í samráði við framkvæmdastjóra Húsabakka ehf. um næstu skref fyrir næsta fund byggðaráðs.



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta ákvörðun um framhald leigusamnings og ákvörðun um ný tímamörk verður tekin þegar ofangreint minnisblað liggur fyrir, en markmiðið var að ný ákvörðun lægi fyrir í síðasta lagi 1. júní n.k.

2.Frá 67. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 21.04.2015; Samningar við íþróttafélög 2016-2019.

Málsnúmer 201501151Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Kristinn Ingi Valsson, formaður íþrótta- og æskulýðsráðs, Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, og Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:25.



Á 67. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 21. apríl 2015 var eftirfarandi bókað:

"Með fundarboði fylgdu gögn frá fundi formanns ráðsins og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa með forsvarsmönnum íþróttafélaga í sveitarfélaginu um samninga fyrir árin 2016-2019. Grunnur að reiknilíkani var kynntur og ræddur. Velt var upp ef forsendur breytast á samningstímanum eða ef samningurinn er ekki uppfylltur til hvaða aðgerða íþrótta- og æskulýðsráð getur gripið. Stefnt er að því að drög að samningum liggi fyrir á næsta fundi ráðsins. Íþrótta- og æskulýðsráð felur sviðsstjóra, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og formanni ráðsins að fara á fund byggðaráðs og kynna þá vinnu sem farið hefur fram."



Til umræðu ofangreint.



Kristinn Ingi,Gísli Rúnar og Hildur Ösp viku af fundi kl. 14:04.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð þakkar fyrir góða vinnu varðandi reiknilíkanið.

3.Frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs; Tilboð í viðbyggingu við Krílakot.

Málsnúmer 201311112Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 14:06.



Þriðjudaginn 26. maí s.l. kl. 11:00 voru opnuð tilboð í viðbyggingu Krílakots. Eitt tilboð barst í verkið frá Tréverki að upphæð kr. 198.200.282 með virðisaukaskatti.



Samkvæmt fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar er gert ráð fyrir kr. 88.200.000 árið 2015 vegna áfanga 1 og kr. 72.164.000 árið 2016 vegna áfanga 2, eða alls kr. 160.364.000.



Í nýrri kostnaðaráætlun AVH er verkið áætlað kr. 167.315.113 með vsk en þá vantar að gera ráð fyrir kostnaði vegna lýsingu kr. 1.500.000 og kostnaði við inntök, byggingarleyfi, gatnagerðargjöld og skipulagsgjald að upphæð kr. 5.364.000 en sá kostnaður var ekki inni kostnaðaráætlun AVH né hluti af tilboði Tréverks. Alls áætlaður kostnaður kr. 174.179.113.



Mismunar á upphæðum í fjárhagsáætlun og tilboði með kostnaði að upphæð kr. 5.364.000 er því kr. 43.200.282 eða 26,9% en 16,87% þegar tekið er tillit til nýrrar kostnaðaráætlunar.





Til umræðu ofangrient.



Börkur Þór vék af fundi kl. 14:19.
Afgreiðslu frestað og byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela byggingarnefnd viðbyggingar Krílakots að fara yfir ofangreint og koma með tillögu.

4.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201405189Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

5.Ávöxtun á innistæðum Dalvíkurbyggðar; tillögur.

Málsnúmer 201501057Vakta málsnúmer

Heiða Hilmarsdóttir vék af fundi undir þessum lið til annarra starfa kl. 14:56.



Undir þessum lið vék sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs af fundi vegna vanhæfis kl. 15:00.



Á 723. fundi byggðaráðs þann 15. janúar 2015 var til umfjöllunar ávöxtun á innistæðum Dalvíkurbyggðar og á þeim fundi var sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs falið að kanna hvað Dalvíkurbyggð stendur til boða hjá fjármálafyrirtækjum hvað varðar ávöxtun á innistæðum Dalvíkurbyggðar.



Leitað var eftir tillögum frá 7 fjármálafyrirtækjum á Eyjafjarðarsvæðinu með bréfi dagsettu þann 11. maí 2015 þar sem óskað var eftir tillögum í síðasta lagi 27. maí s.l. kl. 15:00. Svör bárust frá 6 aðilum og liggur fyrir samanburðarskrá á grundvelli þeirra svara sem bárust.





Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar.

Sveitarstjóra falið að afla nánari upplýsinga á milli funda.

6.Frá Ferðafélagi Svarfdæla; Endurnýjun á samstarfssamningi milli Dalvíkurbyggðar og Ferðafélags Svarfdæla.

Málsnúmer 201410305Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kom inn á fundinn að nýju undir þessum lið kl. 15:42.



Á 721. fundi byggðaráðs þann 18. desember 2014 var eftirfarandi bókað:

"3.
201410305 - Frá 21. fundi veitu- og hafnaráðs; Endurnýjun á samstarfssamningi milli Dalvíkurbyggðar og Ferðafélags Svarfdæla.


Á 21. fundi veitu- og hafnaráðs þann 3. desember s.l. var eftirfarandi bókað:



Þessu erindi var frestað á 20. fundi ráðsins.

Á 257. fundi Umhverfisráðs Dalvíkurbyggðar þann 7. nóvember sl., var tekið fyrir ofangreint erindi.Lagður fram til staðfestingar endurnýjaður samstarfssamningur milli Dalvíkurbyggðar og Ferðafélags Svarfdæla. Á fundi umhverfisráðs var eftirfarandi fært til bókar. "Þar sem greiðslur vegna þessa styrkjar hafa verið greiddar af umhverfisverkefnum veitna undanfarin ár vísar umhverfisráð samningnum til veitu- og hafnaráðs."



Veitu- og hafnaráð hafnar erindinu og vísar því til byggðarráðs til afgreiðslu.


Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umfjöllunar í framkvæmdastjórn.



Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir formlegu erindi frá Ferðafélagi Svarfdæla um endurnýjun á samningi ásamt upplýsingum um forsendur á bak við endurnýjun.



Einnig óskar byggðarráð eftir upplýsingum um hlutverk og samþykktir Ferðafélags Svarfdæla."





Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá Atla Dagssyni fyrir hönd Ferðafélags Svarfdæla, dagsettur þann 20. maí 2015, þar sem fram kemur að Ferðafélag Svarfdæla óskar eftir endurnýjun á eldri samningi sem gerður var á milli Ferðafélagsins og Dalvíkurbyggðar. Ferðafélag Svarfdæla lítur svo á að í þessum samningi, sem kveður á um fjárframlag frá sveitarfélaginu, fari saman hagsmunir beggja aðila. Hagsmunir sveitarfélagsins eru þeir að bæta aðgengi að umhverfi og náttúru fyrir ferðafólk og íbúa sveitarfélagsins. Framlag Dalvíkurbyggðar til Ferðafélagsins mun svo að mestu leyti fara í frekari uppbyggingu sem svo eykur enn á fjölbreytni til útivistar. Með rafpóstinum fylgdu drög að samningi ásamt verkáætlun fyrir árið 2015. Varðandi "hlutverk og samþykktir Ferðafélags Svarfdæla" er vísað í lög félagsins sem eru meðfylgjandi en lögin voru samþykkt með breytingum árið 2011.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að óska eftir forsvarsmönnum Ferðafélagsins á fund byggðaráðs.

7.Frá leikhópnum Lottu; Styrkbeiðni og beiðni um sýningarhald

Málsnúmer 201505122Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Leikhópnum Lottu, dagsettur þann 19. maí 2015, þar sem A) óskað er eftir leyfi til að fá að sýna Litlu gulu hænuna á kirkjutúninu þann 8. ágúst kl. 17:00. B) Í öðru lagi er sótt um styrk vegna póstdreifingar og ferðakostnaðar að upphæð kr. 18.000. C) Í þriðja lagi er þess farið á leit að sýningin verði kynnt á vefsíðum sveitarfélagsins og miðlum sem sveitarfélagið sér sér fært að auglýsa hana á. Einnig eru vel þegnar allar ábendingar um bæjarblöð eða vefmiðla sem sérstaklegar eru ætlaðar svæðinu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum:

a) að vísa beiðni um leyfi til sýningarhalds í kirkjubrekkunni til umhverfis- og tæknisviðs.

b) að hafna beiðni um styrk.

c) að vísa beiðni um kynningu á vefmiðlum Dalvíkurbyggðar til upplýsingafulltrúa.

8.Samningur við Vinnuvernd um trúnaðarlækni; tillaga frá samráðs- og upplýsingafundi stjórnenda um uppsögn á þjónustunni.

Málsnúmer 201201040Vakta málsnúmer

Á samráðs- og upplýsingafundi stjórnenda þann 10. mars 2015 var lagt til að segja upp þjónustu um trúnaðarlækni þar sem ekki er lengur metin þörf á þjónustunni. Samningur hefur verið við Vinnuvernd um þjónustu trúnaðarlæknis frá ársbyrjun 2012.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að segja upp samningi við Vinnuvernd um trúnaðarlækni.

9.Frá vinnuhóp árið 2014 "Er kynbundinn launamunur í Dalvíkurbyggð ?"

Málsnúmer 201401137Vakta málsnúmer

Frestað.

10.Frá stjórnsýslunefnd; vinnuhópur vegna fasteigna Eignasjóðs

Málsnúmer 201505108Vakta málsnúmer

Frestað.

11.Frá Varasjóði húsnæðismála; Lok verkefnis um framlög til sveitarfélaga vegna sölu félagslegra eignar- og leiguíbúða á almennum markaði

Málsnúmer 201505147Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Varasjóði húsnæðismála, dagsett þann 21. maí 2015, þar sem upplýst er um lok verkefnis um framlög til sveitarfélaga vegna sölu félagslegra eignar- og leiguíbúða á almennum markaði þar sem sjóðurinn hefur ekki fjármuni til afgreiðslu umsókna um framlög. Í ljósi fjárhagslegrar stöðu Varasjóðs húsnæðismála ákvað ráðgjafarnefnd sjóðsins á fundi þann 20. apríl 2015 að hætta móttöku og afgreiðslu umsókna frá sveitarfélögum vegna sölu félagslegra eignar- og leiguíbúða á almennum markaði frá og með 20. apríl 2015.



Fram kemur að frá stofnum Varasjóðs húsnæðismála hafa sjóðnum verið markaðir tekjustofnar samkvæmt samkomulagi ríkis og sveitarfélaga. Í september 2011 var gert samkomulag um verkefnaflutning milli ríkis og sveitarfélaga sem kvað á um að sveitarfélög fjármögnuðu að öllu leyti verkefni Varasjóðsins. Þetta samkomulag var í gildi fyrir árin 2012-2013 en rann úr gildi 31. desember 2014 og hefur ekki verið endurnýjað.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að óska eftir upplýsingum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hvað á að gera til að tryggja þetta verkefni áfram.

12.Frá Sýslumanninum á Akureyri; Umsögn um leyfi v. Ektarétta.

Málsnúmer 201505144Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Húsavík, bréf dagsett þann 20. maí 2015, þar sem óskað er umsagnar sveitarstjórnar um umsókn um nýtt rekstrarleyfi frá Elvari Reykjalín, kt. 261254-7199, fyrir Ektaréttir ehf., kt. 461100-2950, Aðalgötu 2, 621. Dalvík til sölu veitingu veitinga og sölu áfengis að Aðalgötu 2. Sótt er um rekstrarleyfi / veitingastað í flokki II og nafn veitingarstaðar er Ektaréttir ehf.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreinda umsókn.

13.Frá Gásakaupstað ses.; Aðalfundarboð 2015.

Málsnúmer 201505141Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Gásakaupstað ses., dagsettur þann 26. maí 2015, þar sem boðað er til aðalfundar miðvikudaginn 3. júní 2015 kl. 15:00 í Zonta-salnum, Aðalstræti 54, Akureyri.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs