Trúnaðarlæknir.

Málsnúmer 201201040

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Dalvíkurbyggðar - 612. fundur - 19.01.2012

Bæjarstjóri og sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerðu grein fyrir þeirri umræðu sem hefur farið fram í framkvæmdastjórn um þá þörf að Dalvíkurbyggð hafi aðgang að trúnaðarlækni.
Bæjarráð samþykkir að gerður verði samningur við Vinnuvernd á grundvelli þeirra upplýsinga og gagna sem liggja fyrir og að gerður verði samningur til eins árs til að byrja með.

Byggðaráð - 736. fundur - 28.05.2015

Á samráðs- og upplýsingafundi stjórnenda þann 10. mars 2015 var lagt til að segja upp þjónustu um trúnaðarlækni þar sem ekki er lengur metin þörf á þjónustunni. Samningur hefur verið við Vinnuvernd um þjónustu trúnaðarlæknis frá ársbyrjun 2012.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að segja upp samningi við Vinnuvernd um trúnaðarlækni.