Frá stjórnsýslunefnd; vinnuhópur vegna fasteigna Eignasjóðs

Málsnúmer 201505108

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 738. fundur - 18.06.2015

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson kom inn á fundinn að nýju kl. 15:53.



Á fundi stjórnsýslunefndar þann 13. maí 2015 kom fram sú tillaga, í tengslum við umræður um starfs- og fjárhagáætlun 2016-2019, að setja á laggirnar vinnuhóp sem hefði það verkefni með höndum að fara yfir húsnæði í eigu Dalvíkurbyggðar( annað en Félagslegar íbúðir), bæði sem Dalvíkurbyggð nýtir sjálft og/eða 3ji aðili í heild og/eða að hluta.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela vinnuhóp sem er með það verkefni að fara yfir Félagslegar íbúðir að taka aðrar fasteignir sveitarfélagsins jafnframt til umfjöllunar í þeirri vinnu.