Málsnúmer 201401040Vakta málsnúmer
Með rafpósti, sem dagsettur er 9. janúar 2014, barst bréf frá Sigurði Viðar Heimissyni, Ara Jóni Kjartanssyni og Ólafi Traustasyni. Í framangreindu bréfi er óskað skýringum hvers vegna hitaveitureikningar þeirra hefðu hækkað eftir að nýju mælarnir voru settir upp hjá þeim. Fram kom í bréfinu að þeir sættu sig ekki við þær útskýringar sem sviðsstjóri gaf þeim að kuldakasti sé um að kenna.
Undir þessu máli er einnig fjallað um spurningar sem Pétur Sigurðsson, ráðsmaður í veitu- og hafnaráði, sendi til sviðstjóra um sambærilegt málefni.
Sem vinnugögn vegna þessa máls eru niðurstöðu prófana á nokkrum af þeim mælum sem niður hafa verið teknir. Staðfesting frá framleiðanda af vottun þeirra mæla sem Hitaveita Dalvíkur notar í dag. Einnig samantektir af seldum rúmmetrum af heitu vatni á árum 2011, 2012 og 2013. Til upplýsingar fyrir ráðsmenn er einnig samanburður húshitunarkostnaðar sem Norðurorka vann og hefur auglýst opinberlega. Einn var samantekt á breytingum á gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur frá ágúst 2008 til 1. janúar 2014.
Að lokum eru upplýsingar um breytingar á fasteignarmati og álagningu gjalda frá 2008 til 2013.