Veitu- og hafnaráð

25. fundur 25. febrúar 2015 kl. 07:30 - 10:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Pétur Sigurðsson Formaður
  • Óskar Óskarsson Varaformaður
  • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir Aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs
Dagskrá

1.Gagnaveita Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201401123Vakta málsnúmer

Til umræður hefur verið í veitu- og hafnaráði hvernig best verði staðið að því að tryggja íbúum Dalvíkurbyggðar öruggt netsamband. Veitu- og Hafnaráð hefur leitað til Tengis hf, en það fyrirtæki lagði ljósleiðara um Árskógsströnd og Svarfaðardal 2007. Það verk var unnið í tengslum við lagningu dreifikerfis á heitu- og köldu vatni um framangreint svæði. Fyrir liggja nú drög að samningi við Tengi hf til þriggja ára um að ljúka því verki sem hófst á árinu 2007.
Með vísan til tölvupósts, sem dagsettur er 19. febrúar 2015, frá Tengi hf vegna efniskaupa vegna þeirra framkvæmda sem fyrirhugðar eru fyrir þetta ár. Veitu- og hafnaráð óskar eftir því við Tengi hf að reikna með því í ofangreindum efniskaupum að farið verið í framkvæmdir samkvæmt framkvæmaáætlun vegna gagnaveitu í Dalvíkurbyggð.



Veitu- og hafnaráð samþykkir að ganga til samninga við Tengi hf á grundvelli framlagðs draga að samningi.

2.Hafnasamlag Norðurlands, samráðsfundur.

Málsnúmer 201403115Vakta málsnúmer

Til umræðu hefur verið nú um tíma að hefja viðræður við Hafnasamlag Norðurlands (HN) um samstarf og/eða sameiningu Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar (HD)og HN. Fyrir fundinum lá minnisblað frá sveitarstjóra vegna undirbúnings viðræðna á milli HD og HN.
Sveitarstjóra er falið að fullgera SVÓT greiningu sem unnin var á fundinum. Sviðstjóra falið að óska eftir fundi með Hafnasamlagi Norðurlands á Dalvík 25. mars nk.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
  • Pétur Sigurðsson Formaður
  • Óskar Óskarsson Varaformaður
  • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir Aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs