Málsnúmer 201405075Vakta málsnúmer
Vegna þess að gerð hafnakants við Dalvíkurhöfn er ekki enn komin á samgönguáætlun er eðlilegt að fresta framkvæmdum þangað til að fjármagn hefur fengist frá ríkinu til þessarar framkvæmdar. Framlag ríkisins verður 50% af heild og hefur þá verið tekið tillit til þess, auk þess sem virðisaukaskattur fæst endurgreiddur af framkvæmdinni.
Á árinu 2014 er lagt til að farið verði í kaup og uppsetningu á flotbryggju auk lagfæringar á grjóthleðslu við flotbryggjurnar og annarar aðkomu gangandi vegfarenda.
Hér fyrir neðan er, til skýringar, sundurliðuð breyting á áætlun ársins. Haldið er eftir kr. 1.000.000 fyrir kostnaði vegna hafskipakants því þegar er fallinn til kostnaður frá Vegagerðinni vegna hönnunar og funda.
Hafskipakantur fari úr kr. 180.000.000 í kr 1.000.000.
Dalvíkurhöfn, flotbryggja kr. 9.000.000.
Grjóthleðsla og gangstétt kr. 9.000.000.
Árskógssandur, lagfæring á kanti og fl. kr. 2.000.000.