Björgvin Hjörleifsson vék af fundi undir þessum lið.
Brýnt hefur verið að lagfæra aðgengi almennings og umhverfi hafnasvæðisins á Dalvík. Nú þegar fyrir liggur að ekki verður farið í fjárfrekar framkvæmdir á þessu ári gefst tækifæri til þess að snúa sér að þessum þætti. Fyrir liggur tillaga að ganga frá grjótvörn við flotbryggjur ásamt að ljúka gerða gangstéttar sem bæði verður malbikuð og hellulögð. Hér er vísað til fylgiskjala undir þessum lið fundargerðarinnar.
Einnig hefur ráðið ákveðið að koma fyrir flotbryggju í sumar sem er hluti af þessum breyttu áherslum.