Málsnúmer 201401168Vakta málsnúmer
Sameiginlegur fundur með Umhverfisráði og Veitu- og hafnarráði vegna deiliskipulagstillögu Dalvíkurhafnar. Farið var yfir deiliskipulagstillögu Ágústar Hafsteinssonar arkitekts dags. 01.07.2015 ásamt tilheyrandi greinargerð. Í yfirferð sinni tíundaði Ágúst m.a. eftirfarandi atriði sem breyst höfðu frá fyrri tillögu:
1. Ný landfylling norðan við ferjubryggju L1.
2. Ný landfylling L2 um 70 - 80 m austan við Sandskeið með nýjum sjóvarnargarði.
3. Götustæði Sandskeiðs hliðrað til austurs og aðliggjandi lóðir stækka sem því nemur.
4. Ný landfylling norðan við Norðurgarð, L3.
5. Ný landfylling austan við Sæbraut og Promens, L4.
6. Ný flotbryggja við "Olíubryggju" og ferjubryggju.
7. Ný viðlega fyrir smábáta í krikanum.
8. Götustæði syðst á Suðurgarði er hliðrað vegna nýrrar viðlegu.
9. Ný bílastæði á milli Sunnutúns og krikans.
10. Spennistöðvarlóð við Hafnarbraut 19B verði ekki færð að skólpdælustöð.
11. Ný lóð stofnuð við Sandskeið fyrir nyrðri verbúðina og fleiri byggingar.
12. Heimilt verði að flytja nyrðri verðbúðina á nýja lóð við Sandskeið.
13. Hugsanlegar breytingar á lóðum austan við Ránarbraut nr. 2 og 4.