Veitu- og hafnaráð

19. fundur 22. október 2014 kl. 08:15 - 10:30 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Pétur Sigurðsson Formaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir Aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs
Dagskrá

1.Reglugerð fyrir Hitaveitu Dalvíkur, endurskoðun 2014

Málsnúmer 201410236Vakta málsnúmer

Vegna breytinga á skipuriti Dalvíkurbyggðar og fleiri þátta er nauðsynlegt að endurskoða gildandi reglugerð fyrir Hitaveitu Dalvíkur.
Nokkar athugasemdir voru gerðar og mun sviðsstjóri vinna úr þeim fyrir næstu umfjöllun ráðsins.

2.Reglugerð um Fráveitu Dalvíkurbyggðar, endurskoðun 2014

Málsnúmer 201410237Vakta málsnúmer

Vegna breytinga á skipuriti Dalvíkurbyggðar og fleiri þátta er nauðsynlegt að endurskoða gildandi reglugerð.
Nokkar athugasemdir voru gerðar og mun sviðsstjóri vinna úr þeim fyrir næstu umfjöllun ráðsins.

3.Umsóknir vegna verkefna í hafnargerð og sjóvörnum

Málsnúmer 201410063Vakta málsnúmer

Með bréfi sem dagsett er 9. október 2014, bendir Vegagerð ríkisins á að verið er að vinna að gerð samgönguáætlunar fyrir árin 2015 - 2018. Umsóknum um ríkisframlög til verkefna á næsta áætlunartímabili skal senda til Vegagerðarinnar fyrir 7. nóvember nk. Um er að ræða umsóknir fyrir eftirtaldar framkvæmdir:
Umsókn um framlag til nýrra verkefna í hafnargerð.
Staðfesting eldri verkefna.
Umsókn um framlag til frumrannsókna.
Umsókn um framlag til sjóvarna.
Sviðstjóri kynni þau verkefni sem um hefur verið sótt síðan 2010, um var að ræða:
1. Hafskipakantur, Stálþil, lagnir og þekja
2. Árskógssandur, dýpkun smábátaaðstöðu, tengist færslu á grjótgarði og uppsetningu flotbryggju
3. Árskógssandur, flotbryggja
4. Færsla á grjótgarði, þessi framkvæmd er forsenda dýpkunar og flotbryggju í Árskógssandarhöfn
5. Viðhald hafnamannvirkja hjá Hafnasjóði Dalvíkurbyggðar

Veitu- og hafnaráð felur hafnastjóra, sviðsstjóra og formanni ráðsins að ganga frá umsóknum vegna verkefna í hafnargerð sem upp eru talin hér að ofan og senda þær til Vegagerðar ríkisins.

4.Deiliskipulag Dalvíkurhafnar, endurskoðun

Málsnúmer 201401168Vakta málsnúmer

Vinna við endurskoðun deiliskipulags Dalvíkurhafnar hefur verið í gangi, til upprifjunar fyrir nýtt veitu- og hafnaráð er staða skipulagsins reifað.
Ráðið samþykkir að Ágúst Hafsteinsson, arkitekt, mæti á næsta fund ráðsins.

5.Hótelskip, Hanza

Málsnúmer 201404067Vakta málsnúmer

Með vísan til 12. fundar veitu- og hafnaráðs,4. tl., en þar var lagður fram kynningarbæklingur um framangreint mál. Úlfar Eysteinsson,Magnús Garðarsson og Guðjón Steindórsson óskaðu eftir því að koma á fund ráðsins til þess að kynna verkefnið frekar.
Veitu- og hafnaráð vísar erindinu til atvinnumála- og kynningarráðs og umhverfisráðs til skoðunar. Ráðið felur hafnastjóra að vinna málið áfram fram að næsta fundi.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Nefndarmenn
  • Pétur Sigurðsson Formaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir Aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs