Málsnúmer 201410063Vakta málsnúmer
Með bréfi sem dagsett er 9. október 2014, bendir Vegagerð ríkisins á að verið er að vinna að gerð samgönguáætlunar fyrir árin 2015 - 2018. Umsóknum um ríkisframlög til verkefna á næsta áætlunartímabili skal senda til Vegagerðarinnar fyrir 7. nóvember nk. Um er að ræða umsóknir fyrir eftirtaldar framkvæmdir:
Umsókn um framlag til nýrra verkefna í hafnargerð.
Staðfesting eldri verkefna.
Umsókn um framlag til frumrannsókna.
Umsókn um framlag til sjóvarna.
Sviðstjóri kynni þau verkefni sem um hefur verið sótt síðan 2010, um var að ræða:
1. Hafskipakantur, Stálþil, lagnir og þekja
2. Árskógssandur, dýpkun smábátaaðstöðu, tengist færslu á grjótgarði og uppsetningu flotbryggju
3. Árskógssandur, flotbryggja
4. Færsla á grjótgarði, þessi framkvæmd er forsenda dýpkunar og flotbryggju í Árskógssandarhöfn
5. Viðhald hafnamannvirkja hjá Hafnasjóði Dalvíkurbyggðar