Reglugerð um Fráveitu Dalvíkurbyggðar, endurskoðun 2014

Málsnúmer 201410237

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 19. fundur - 22.10.2014

Vegna breytinga á skipuriti Dalvíkurbyggðar og fleiri þátta er nauðsynlegt að endurskoða gildandi reglugerð.
Nokkar athugasemdir voru gerðar og mun sviðsstjóri vinna úr þeim fyrir næstu umfjöllun ráðsins.

Veitu- og hafnaráð - 45. fundur - 09.03.2016

Fyrir hefur legið að endurskoða þurfi reglugeð um Fráveitu Dalvíkurbyggðar, sú vinna hefur verið í gangi nú um tíma. Um er að ræða að mestu orðalagsbreytingar.
Veitu- og hafnaráð felur sviðsstjóra að senda endurskoðuð drög til lögfræðings Dalvíkurbyggðar til yfirferðar.

Veitu- og hafnaráð - 47. fundur - 27.04.2016

Á síðasta fundi ráðsins var eftirfarandi fært til bókar. "Veitu- og hafnaráð felur sviðsstjóra að senda endurskoðuð drög til lögfræðings Dalvíkurbyggðar til yfirferðar."

Nú hefur Ásgeir Örn Blandon Jóhannsson, lögfræðingur Dalvíkurbyggðar, yfirfarið drög að Samþykktum um fráveitu og rotþrær í Dalvíkurbyggð. Athugasemdir hans snéru einungis að minniháttar orðalagsbreytingum.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða að senda Samþykkt um fráveitu og rotþrær í Dalvíkurbyggð til sveitarstjórnar til endanlegrar samþykktar.

Sveitarstjórn - 280. fundur - 04.05.2016

Á 47. fundi veitu- og hafnaráðs þann 27. apríl 2016 var eftirfarandi bókað:

"Á síðasta fundi ráðsins var eftirfarandi fært til bókar. "Veitu- og hafnaráð felur sviðsstjóra að senda endurskoðuð drög til lögfræðings Dalvíkurbyggðar til yfirferðar." Nú hefur Ásgeir Örn Blandon Jóhannsson, lögfræðingur Dalvíkurbyggðar, yfirfarið drög að Samþykktum um fráveitu og rotþrær í Dalvíkurbyggð. Athugasemdir hans snéru einungis að minniháttar orðalagsbreytingum.

Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða að senda Samþykkt um fráveitu og rotþrær í Dalvíkurbyggð til sveitarstjórnar til endanlegrar samþykktar. "



Enginn tók til máls.



Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa tillögu að Samþykktum um fráveitu og rotþrær í Dalvíkurbyggð til síðari umræðu í sveitarstjórn.



Sveitarstjórn - 281. fundur - 17.05.2016

Á 280. fundi sveitarstjórnar þann 4. maí 2016 var eftirfarandi bókað:



"Á 47. fundi veitu- og hafnaráðs þann 27. apríl 2016 var eftirfarandi bókað: "Á síðasta fundi ráðsins var eftirfarandi fært til bókar. "Veitu- og hafnaráð felur sviðsstjóra að senda endurskoðuð drög til lögfræðings Dalvíkurbyggðar til yfirferðar." Nú hefur Ásgeir Örn Blandon Jóhannsson, lögfræðingur Dalvíkurbyggðar, yfirfarið drög að Samþykktum um fráveitu og rotþrær í Dalvíkurbyggð. Athugasemdir hans snéru einungis að minniháttar orðalagsbreytingum. Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða að senda Samþykkt um fráveitu og rotþrær í Dalvíkurbyggð til sveitarstjórnar til endanlegrar samþykktar. " Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa tillögu að Samþykktum um fráveitu og rotþrær í Dalvíkurbyggð til síðari umræðu í sveitarstjórn. "



Enginn tók til máls.



Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að Samþykkt um fráveitu og rotþrær í Dalvíkurbyggð.

Veitu- og hafnaráð - 52. fundur - 14.09.2016

Eftir staðfestingu sveitarstjórnar á Samþykktum um fráveitur í Dalvíkurbyggð var hún send í umhverfisráðuneytið til staðfestingur þann 18. maí 2016. Þann 13. júlí barst eftirfarandi svar "Farið hefur verið yfir samþykkt um fráveitur í Dalvíkurbyggð og gert tillögu að smá breytingum sem eru auðkenndar í skjalinu. Óskað er eftir staðfestingu á að ganga megi frá samþykktinni í þessari mynd"

Sviðsstjóra þótti rétt að samþykktin færi aftur í gegnum samþykktarferlið hjá sveitarfélaginu til að tryggja lögmæti hennar. Einnig var gerð breyting á 12. gr. þar sem hnykkt er á kröfum samkvæmt tillögu heilbrigðiseftirlits.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða að senda Samþykkt um fráveitu og rotþrær í Dalvíkurbyggð til sveitarstjórnar til endanlegrar samþykktar.

Veitu- og hafnaráð - 56. fundur - 07.12.2016

Með bréfi sem dagsett er 25. nóvember 2016 frá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti kemur fram að ráðuneytið hefur staðfest og sent til birtingar í B - deild Stjórnartíðinda Samþykkt um fráveitur og rotþrær í Dalvíkurbyggð.
Lagt fram til kynningar.