Veitu- og hafnaráð

47. fundur 27. apríl 2016 kl. 07:30 - 09:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Pétur Sigurðsson Formaður
  • Óskar Óskarsson Varaformaður
  • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir Aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs
Dagskrá
Gunnþór Sveinbjörnsson, yfirhafnavörður vék af fundi kl. 8:45.

Ásdís Jónasdóttir, aðalmaður, boðaði forföll og hennar varamaður, Silja Pálsdóttir, mætti í hennar stað.

1.Deiliskipulag Dalvíkurhafnar, endurskoðun

Málsnúmer 201401168Vakta málsnúmer

Nú um tíma hefur verið unnið að gerð deiliskipulags fyrir innri starfssemi Dalvíkurhafnar. Unnið hefur verið með ýmsar tillögur og er verkinu að ljúka með þessari tillögu sem tekur til flestra þeirra þátta sem veitu- og hafnaráð hefur unnið að.
Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagða tillögu fyrir sitt leyti og vill þakka umhverfisráði samstarfið við gerð þess.

2.Ársreikningur 2015

Málsnúmer 201604099Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá ársreikningur Hafnasambands Íslands fyrir árið 2015. Samkvæmt 5. mgr. 5. gr. laga Hafnasambands Íslands skal stjórn samþykkja ársreikninga eftir að þeir hafa verið kynntir aðildarhöfnunum.



Athugasemdir, ef einhverjar eru, sendist vinsamlega til undirritaðs fyrir fimmtudaginn 12. maí nk.



Hafnasjóður Dalvíkurbyggðar gerir ekki athugasemdir við framlagðan ársreikning.

3.Stöðumat janúar - mars 2016

Málsnúmer 201604119Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri er búinn að taka saman stöðumat veitu- og hafnasviðs fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins.
Lagt fram til kynningar.

4.Mánaðarlegar stöðuskýrslur fyrir fagráð og byggðaráð

Málsnúmer 201604102Vakta málsnúmer

Eftirfarandi kom fram hjá í rafpósti frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs "Ég stofnaði eitt mál í One fyrir okkur öll til að nota vegna yfirferðar á stöðuskýrslum í byggðaráði og fagráðum, á hverjum fundi, sbr. það sem ég tók upp í framkvæmdastjórn á mánudaginn.



Ef þið viljið fá mig inn á fundina hjá fagráðum til að fara yfir bókfærða stöðu í samanburði við áætlun þá er ég tilbúin til þess."



Lagt fram til kynningar.

5.Reglugerð um Fráveitu Dalvíkurbyggðar, endurskoðun 2014

Málsnúmer 201410237Vakta málsnúmer

Á síðasta fundi ráðsins var eftirfarandi fært til bókar. "Veitu- og hafnaráð felur sviðsstjóra að senda endurskoðuð drög til lögfræðings Dalvíkurbyggðar til yfirferðar."

Nú hefur Ásgeir Örn Blandon Jóhannsson, lögfræðingur Dalvíkurbyggðar, yfirfarið drög að Samþykktum um fráveitu og rotþrær í Dalvíkurbyggð. Athugasemdir hans snéru einungis að minniháttar orðalagsbreytingum.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða að senda Samþykkt um fráveitu og rotþrær í Dalvíkurbyggð til sveitarstjórnar til endanlegrar samþykktar.

Fundi slitið - kl. 09:30.

Nefndarmenn
  • Pétur Sigurðsson Formaður
  • Óskar Óskarsson Varaformaður
  • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir Aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs