Veitu- og hafnaráð

41. fundur 04. nóvember 2015 kl. 07:30 - 10:10 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Pétur Sigurðsson Formaður
  • Óskar Óskarsson Varaformaður
  • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir Aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs
Dagskrá
Gunnþór Sveinbjörnsson vék af fundi kl 10:00.

1.Gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar 2016

Málsnúmer 201509073Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggja eftirtaldar tillögur að breytingum á gjaldskrám Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar sem taka muni gildi 1. janúar 2016:

1. Gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar.

2. Gjaldskrá vegna leigu á verðbúðum við Dalvíkurhöfn.

Framangreindar gjaldskrár hafa tekið breytingum byggingarvísitölu frá september 2014 til september 2015, eða um 5,96%. Einnig er lagt til að aflagjald af frosnum fiski verði lækkað úr 0,8% í 0,7% af brúttó verðmæti.
Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagðar gjaldskrá og vísar þeim til staðfestingar sveitarstjórnar.

2.Deiliskipulag Dalvíkurhafnar, endurskoðun

Málsnúmer 201401168Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnarráð leggur áherslu á eftirfarandi atriði í deiliskipulagstillögu sem snúa að hafnasvæði Dalvíkurhafnar:

1.
Ný landfylling norðan við ferjubryggju L1.

2.
Ný landfylling L2 um 70 - 80 m austan við Sandskeið með nýjum sjóvarnargarði.

3.
Ný landfylling norðan við Norðurgarð, L3.

4.
Ný landfylling austan við Sæbraut og Gunnarsbrautar 12 , L4.

5.
Götustæði syðst á Suðurgarði hliðrað vegna nýrrar viðlegu.

6.
Ný viðlega fyrir smábáta í krikanum.

7.
Ný flotbryggja við "Olíubryggju" og ferjubryggju.

8.
Hafnarbraut 3 hugsuð sem göngutenging við miðbæ ásamt bílastæðum fyrir ferju og minni háttar þjónustuaðstöðu.

9.
Heimila flutning nyrðri verðbúðarinnar á nýja lóð við Sandskeið.

10.
Ný lóð stofnuð við Sandskeið fyrir nyrðri verbúðina og fleiri byggingar

11.
Drög að markmiðum í skipulagslýsingu deiliskipulagstillögu. Sjá viðhengi.

Veitu- og hafnarráð samþykkir drög að skipulagslýsingu umhverfisráðs Dalvíkurbyggðar um skipulag hafnarsvæðis Dalvíkurhafnar.

3.Samgönguáætlun fyrir árin 2014-2018.

Málsnúmer 201506041Vakta málsnúmer

Við gerð samgönguáætlunar fyrir árin 2015 - 2018 var sent inn erindi um gerð á löndunarkanti við Ísstöðina. Um er að ræða nokkra áherslubreytingu því í fyrri umsóknum kom m.a. fram ósk um að svokallaður hafskipakantur yrði settur á framangreinda áætlun. Erindi þess efnis var sent til Siglingasviðs Vegagerðar ríkisins í nóvember 2014, ásamt ósk um önnur verkefni. Engin viðbrögð fengust við þessum umsóknum en rétt er að taka fram að þá lá ekki fyrir hver eða hvenær breyting yrði á skipaflota Samherja. Nú liggur það fyrir og því eðlilegt að áherslan verði flutt til og fyrsta verkefni yrði löndunarkantur en að einnig yrði gert ráð fyrir hafskipakanti.
Veitu- og hafnaráð samþykkir að fela sviðstjóra að taka saman greinargerð um fyrirhugaðar framkvæmdir innan Dalvíkurhafnar samkvæmt þeim drögum að deiliskipulagi sem liggja fyrir.

4.Hafnasamlag Norðurlands, samráðsfundur.

Málsnúmer 201403115Vakta málsnúmer

Siglingasvið Vegagerðar ríkisins hefur unnið fyrir Hafnasamlag Norðurlands ástandsskoðun á höfnum þess og Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar. Hún liggur nú fyrir og er eftirfarandi helstu niðurstöður úttektarinnar fyrir Hafnasjóð dalvíkurbyggðar.

“ Stærstu bryggjukantarnir í Dalvíkurbyggð eru komnir á tíma og er áætlað að á næsta áratugi þurfi að ráðast í lagfæringar og/eða endurbyggja þá báða. Aðrir bryggjukantar í Dalvíkurbyggð eru í góðu lagi en má þó taka fram að nauðsynlegt verður að ráðast í endurbætur á Hauganesbryggju ef notkunin á henni breytist í framtíðinni. Kerið á bryggjunni er orðið slæmt og sjór gengur yfir grjótgarðinn sem hefur valdið úrskolun í fyllingu aftan við stálþilið.“
Lögð fram til kynningar.

5.Jöfnun húshitunarkostnaðar 2015

Málsnúmer 201510089Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur útreikningur á jöfnun húshitunarkostnaðar fyrir árið 2015. Í honum er tekið tillit til breytinga á gjaldskrám veitufyrirtækja og er gjaldið nú 233,74 kr/m3 húss. Heildarkostnaður Hitaveitu Dalvíkur er því um kr. 3.600.000,-.
Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagðan útreikning.

Fundi slitið - kl. 10:10.

Nefndarmenn
  • Pétur Sigurðsson Formaður
  • Óskar Óskarsson Varaformaður
  • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir Aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs