Veitu- og hafnaráð

20. fundur 12. nóvember 2014 kl. 08:15 - 10:30 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Pétur Sigurðsson Formaður
  • Óskar Óskarsson Varaformaður
  • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir Aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs
Dagskrá
Ágúst Hafsteinsson mætti á fund ráðsins undir4. tl. kl. 9:00 og vék af fundi kl. 9:45.

1.Fundargerðir Hafnasambandsins 2014.

Málsnúmer 201401135Vakta málsnúmer

Á fundinum voru kynntar fundargerðir Hafnasambandsins 367, 368 og 369.
Lagðar fram til kynningar

2.Könnun um samvinnu og sameiningu hafnasjóða

Málsnúmer 201411018Vakta málsnúmer

Með rafpósti sem sendur var út 4. nóvember 2014 var minnt á umræðu frá síðasta Hafnasambandsþingi um möguleika á samvinnu og sameiningu hafna. Stjórn sambandsins fól stefnumótunarnefnd að sjá um þessa vinnu sem ákvað að senda út óformlega könnum um viðhorf hinna ýmsu aðila á verkefninu.
Veitu- og hafnaráð beinir því til þeirra aðila hjá Dalvíkurbyggð sem framangreinda könnum að svara henni.

3.Umhverfisstefna hafna

Málsnúmer 201411003Vakta málsnúmer

Á hafnasambandsþingi okkar í Dalvíkur- og Fjallabyggð dagana 4. - 5. september s.l. var samþykkt ályktun þar sem hafnir eru hvattar til að setja sér formlega umhverfisstefnu. Stjórn HÍ hefur falið umhverfis- og öryggisnefnd að gera, eða láta gera, ramma eða módel að umhverfisstefnu fyrir hafnirnar, til að staðla og auðvelda höfnunum að gera síðan hver sína umhverfisstefnu.

Fram kemur ósk um að hafi Hafnasjóður Dalvíkurbyggðar sett sér umhverfisstefnu að senda til starfsmanna Hafnasambandsins.

Sviðstjóra falið að senda gildandi umhverfisstefnu Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar til Hafnasambandsins.

4.Deiliskipulag Dalvíkurhafnar, endurskoðun

Málsnúmer 201401168Vakta málsnúmer

Á fundinn var mættur Ágúst Hafsteinsson, arkitekt.
Ágúst kynnti þá vinnu sem fram hafði farið.

5.Stöðumat 2014

Málsnúmer 201411019Vakta málsnúmer

Sviðstjóri kynnti stöðu sviðsins janúar til september.
Fram kom hjá ráðsmönnum að þeir vildu sjá stöðumatið skipt niður á mánuði og jafnvel breytingar á milli ára.
Lagt fram til kynningar

6.Hafnasamlag Norðurlands, samráðsfundur á Akureyri

Málsnúmer 201403115Vakta málsnúmer

Kynntar voru umræður sem áttu sér stað sl. vor á milli aðila.
Málinu frestað en ráðsmenn hvattir til að svara könnuninni sem fram kemur í 2. tl.

7.Endurnýjun á samstarfssamningi milli Dalvíkurbyggðar og Ferðafélags Svarfdæla.

Málsnúmer 201410305Vakta málsnúmer

Á 257. fundi Umhverfisráðs Dalvíkurbyggðar þann 7. nóvember sl., var tekið fyrir ofangreint erindi.
Lagður fram til staðfestingar endurnýjaður samstarfssamningur milli Dalvíkurbyggðar og Ferðafélags Svarfdæla.
Á fundi umhverfisráðs var eftirfarandi fært til bókar.
"Þar sem greiðslur vegna þessa styrkjar hafa verið greiddar af umhverfisverkefnum veitna undanfarin ár vísar umhverfisráð samningnum til veitu- og hafnaráðs."
Erindinu frestað.

8.Gjaldskrá Fráveitu 2015

Málsnúmer 201411059Vakta málsnúmer

Á fundinum var tekin til afgreiðslu gjaldskrá Fráveitu Dalvíkurbyggðar. Breyting á milli ára er samkvæmt því sem fram hefur komið við vinnu við gerð fjárhagsáætlunar. Hækkun gjaldskár er breyting byggingarvísitölu frá september 2013 til september 2014 eða um 1,855%.
Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagða gjaldskrá Fráveitu Dalvíkurbyggðar og vísar henni til staðfestingar sveitarstjórnar.

9.Gjaldskrá Vatnsveitu fyrir árið 2015

Málsnúmer 201411058Vakta málsnúmer

Á fundinum var tekin til afgreiðslu gjaldskrá Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar. Breyting á milli ára er samkvæmt því sem fram hefur komið við vinnu við gerð fjárhagsáætlunar. Hækkun gjaldskrár er breyting byggingarvísitölu frá september 2013 til september 2014 eða um 1,855%.
Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagða gjaldskrá Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar og vísar henni til staðfestingar sveitarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Nefndarmenn
  • Pétur Sigurðsson Formaður
  • Óskar Óskarsson Varaformaður
  • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir Aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs