Umhverfisráð

265. fundur 01. júlí 2015 kl. 08:15 - 11:45 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson Formaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir Varaformaður
  • Karl Ingi Atlason Aðalmaður
  • Guðrún Anna Óskarsdóttir Aðalmaður
  • Kristín Dögg Jónsdóttir Aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Innkomið erindi vegna æfingasvæðis fyrir mótorsport.

Málsnúmer 201408011Vakta málsnúmer

Til umræðu innsent erindi dags. 3. júní 2015 frá Mótorsportfélagi Dalvíkur.
Umhverfisráð felur sviðsstjóra að ræða við bréfritara og í framhaldi mun ráðið boða forsvarsmenn félagsins til fundar.

2.Ósk um framkvæmdarleyfi vegna efnistöku á Árskógsströnd

Málsnúmer 201506150Vakta málsnúmer

Fyrir hönd framkvæmdardeildar Akureyrarbæjar óskar Jónas Vigfússon eftir leyfi til malartöku á Árskógsströnds samkvæmt meðfylgjandi gögnum
Umhverfisráð samþykkir umbeðið framkvæmdarleyfi og felur sviðsstjóra að ganga frá leyfisveitingunni.

3.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201506056Vakta málsnúmer

Til afgreiðslu umsókn um byggingarleyfi að Höfða lóð samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi með fyrirvara um úttekt slökkviliðsstjóra.

4.Pallur/verönd við Grundargötu 1 (Sigtún).

Málsnúmer 201505115Vakta málsnúmer

Til kynningar gögn vegna framkvæmda við Grundargötu 1 (Sigtún).
Ráðið gerir ekki athugasemdir við framkvæmdina.

5.Umsókn um frístundalóð að Hamri

Málsnúmer 201506098Vakta málsnúmer

Með bréfi dags. 15. júní 2015 óska Ragheiður Valdimarsdóttir og Snæbjörn Ingi Ingólfsson eftir frístudarlóð í landi Hamars.
Umhverfisráð samþykkir umsókn um frístundarlóð nr. 17 að Hamri með fyrirvara um að umsækjendur uppfylli skilyrði sem fram koma í úthlutunarreglum um byggingarlóðir.

6.Fjárhagsáætlun 2015; Strandblakvöllur

Málsnúmer 201409010Vakta málsnúmer

Innkomið erindi vegna staðsetningar og framkvæmdar á strandblakvelli við Íþróttamiðstöð Dalvíkurbyggðar.
Umhverfisráð samþykkir innsent erindi.

7.Malbikun 2015

Málsnúmer 201505105Vakta málsnúmer

Til kynningar tillögur að gatnamótum Hólavegur, Goðabraut og Bjarkarbraut.
Umhverfisráð felur sviðsstjóra að kalla eftir áliti lögreglu og vinnuhóps um umferðaröryggisáætlun.

8.Deiliskipulag Dalvíkurhafnar, endurskoðun

Málsnúmer 201401168Vakta málsnúmer

Drög að deiliskipulagi Dalvíkurhafnar og greinagerð kynnt á sameiginlegum fundu umhverfisráðs og veitu-og hafnarráðs.

Á fundinn mætti Ágúst Hafsteinsson hönnuður.
Umhverfisráð fór á sameiginlegan fund með veitu-og hafnarráði 10:15 þar sem kynnt voru drög að deiliskipulagi Dalvíkurhafnar ásamt greinagerð.

Fundi slitið - kl. 11:45.

Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson Formaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir Varaformaður
  • Karl Ingi Atlason Aðalmaður
  • Guðrún Anna Óskarsdóttir Aðalmaður
  • Kristín Dögg Jónsdóttir Aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs