Fjárhagsáætlun 2017; Frá Magnúsi Ásgeiri Magnússyni; Umsókn um lagfæringu á heimreið að Svæði.

Málsnúmer 201609003

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 791. fundur - 08.09.2016

Tekið fyrir erindi frá Magnúsi Á. Magnússyni og Heiðu Hringsdóttur, dagsett þann 31. ágúst 2016, þar sem ábúendur í svæði ítreka beiðni frá 2015 þar sem þess var farið á leit við umhverfisráð að laga heimreiðina að bænum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs til umfjöllunar og óskar eftir niðurstöðu ráðsins og tillögu að afgreiðslu.

Umhverfisráð - 281. fundur - 16.09.2016

Tekið fyrir erindi frá Magnúsi Á. Magnússyni og Heiðu Hringsdóttur, dagsett þann 31. ágúst 2016, þar sem ábúendur í Svæði ítreka beiðni frá 2015 þar sem þess var farið á leit við umhverfisráð að laga heimreiðina að bænum. Á 791. fundi byggðarráðs var erindinu vísað til umhverfisráðs til umfjöllunar og óskar eftir niðurstöðu ráðsins og tillögu að afgreiðslu.
Ráðið samþykkir að vegur að heimreið við Svæði verði lagfærður og felur sviðsstjóra að leggja fram kostnaðaráætlun fyrir aukafund ráðsins í næstu viku.

Samþykkt með fjórum atkvæðum.

Byggðaráð - 800. fundur - 19.10.2016

Á 281. fundi umhverfisráðs þann 16. september 2016 var eftirfarandi bókað:

"Tekið fyrir erindi frá Magnúsi Á. Magnússyni og Heiðu Hringsdóttur, dagsett þann 31. ágúst 2016, þar sem ábúendur í Svæði ítreka beiðni frá 2015 þar sem þess var farið á leit við umhverfisráð að laga heimreiðina að bænum. Á 791. fundi byggðarráðs var erindinu vísað til umhverfisráðs til umfjöllunar og óskar eftir niðurstöðu ráðsins og tillögu að afgreiðslu.

Ráðið samþykkir að vegur að heimreið við Svæði verði lagfærður og felur sviðsstjóra að leggja fram kostnaðaráætlun fyrir aukafund ráðsins í næstu viku.

Samþykkt með fjórum atkvæðum."
Byggðaráð vekur athygli umhverfisráðs á að ef ofangreind afgreiðsla umhverfisráð er tillaga til gerðar starfs- og fjárhagsáætlunar 2017-2020 þá er ekki hægt að afgreiða og samþykkja einstakar tillögur. Frumvarp að fjárhagsáætlun sem byggðaráð afgreiðir frá sér til sveitarstjórnar hverju sinni er tekið til umfjöllunar og afgreiðslu í heild sinni.



Lagt fram til kynningar.