Íþrótta- og æskulýðsráð

59. fundur 02. september 2014 kl. 08:15 - 11:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Kristinn Ingi Valsson Formaður
  • Jón Ingi Sveinsson Varaformaður
  • Íris Hauksdóttir Aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir Aðalmaður
  • Andrea Ragúels Víðisdóttir Aðalmaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir sviðsstjóri og Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Stöðumat starfs- og fjárhagsáætlunar janúar - júní 2014.

Málsnúmer 201407037Vakta málsnúmer

Til kynningar stöðumat var fyrir málaflokk 06 vegna starfs- og fjárhagsáætlunar frá janúar til júní 2014 sem og stöðumat vegna tjaldsvæðis.

Lagt fram.

2.Endurskoðun á Hvatagreiðsluum til einstaklinga

Málsnúmer 201408093Vakta málsnúmer

Nú þegar eitt ár er frá því að Hvatagreiðslur hófust er kominn tími til að endurskoða upphæð niðurgreiðslna. Upphæðin hefur verið kr. 1.400 á einstakling fyrir hverja grein, allt að þrjár greinar. Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og íþrótta- og æskulýðsfulltrúi telja svigrúm vera til að hækka þá upphæð í krónur 1.700 frá 1. október nk.

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkur á einstakling muni hækka í kr. 1.700 frá og með 1. október 2014. Íþrótta- og æksulýðsfulltrúa ásamt forstöðumanni Víkurrastar er falið að innleiða þessa breytingu í Æskuræktina.

3.Skíðafélag Dalvíkur, framlenging á samstarfssamningi.

Málsnúmer 201403206Vakta málsnúmer

Ráðið var upplýst um að Byggðaráð samþykkti samhljóða á fundi sínum 31. júlí sl. að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra málaflokks að ganga frá viðaukasamningi við Skíðafélag Dalvíkur að upphæð kr. 6.000.000,- í stað kr. 8.000.000,- sem farið var fram á. Viðaukasamningurinn verður gerður til eins árs og kemur til endanlegrar afgreiðslu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2015. Gera þarf því ráð fyrir þessum sex milljónum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015 en þær eru ekki inni í ramma.

4.Samstarfssamningur Árskógarskóla og Félagsheimilisins í Árskógi

Málsnúmer 201408071Vakta málsnúmer

Lögð voru fram drög að samstarfssamningi milli Árskógarskóla og Félagsheimilsins í Árskógi. Um er að ræða samning á því samstarfi sem verið hefur. Hlutverk og ábyrgð hvors aðila er skýrt í samningum til að taka af allan vafa um það hver beri ábyrgð á verkefnum og kostnaði tengdum félagsheimilinu, s.s. rafmagn, snjómokstur, rekstur og umsjón.
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir samninginn eins og hann liggur fyrir og vísar honum til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

5.Endurnýjunaráætlun búnaðar málaflokks 06

Málsnúmer 201408069Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdu drög að endurnýjunarætlun fyrir líkamsrækt í íþróttamiðstöð, áætlun um endurnýjun á búnaði í Árskógi sem og ósk um að keyptir séu 2 bílar fyrir vinnuskólann.
Mjög brýnt er að fara í endurnýjun á stólum í Árskógi og er óskað eftir því að keyptir verði 200 stólar. Heildarkostnaður er áætlaður 5.000.000.- Lagt er til að stólarnir verði keyptir á árunum 2015 og 2016, eða 2.500.000 á hvoru ári. Ekki er talið ráðlegt að skipta endurnýjuninni á fleiri ár þar sem afar mikilvægt að þeir séu eins útlits.

Samkvæmt úttekt og endurnýjunaráætlun í líkamsrækt er heildarkostnaður við ný tæki í líkamsrækt um 25.000.000 en gera má ráð fyrir að endingartími sé um 10 ár. Er því óskað eftir því að á áætlun íþróttamiðstöðvar verði kr. 2.500.000 árlega til endurnýjunar.
Bíla vinnuskóla þarf einnig að endurnýja og er lagt til að Eignasjóður kaupi bílana og leigi þá til Vinnuskólans og hugsanlega öðrum stofnunum. Áætlaður kostnaður við kaup á slíkum bílum er kr. 3-3,5 milljónir .
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að unnið verið eftir áætlununum og gert ráð fyrir þeim kostnaði við fjárhagsáætlanagerð 2015.
Jafnframt telur ráðið mikilvægt að sé að keyptar verði bifreiðar að þeirri stærð sem kemur fram í bréfinu og vísar erindinu því til stjórnar Eignasjóðs.

6.Gjaldskrár fræðslu- og menningarsviðs 2015

Málsnúmer 201408049Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að gjaldskrár hækki um 3,3% með nokkrum undantekningum. Jafnframt var ákveðið að taka til nánari skoðunar útleigu á félagsheimilinu í Árskógi og tjaldsvæði yfir sumartímann.

7.Framkvæmdir og viðhald við sundlaug Dalvíkur

Málsnúmer 201408097Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri, formaður og íþrótta- og æskulýðsfulltrúi upplýstu um þá vinnu sem farið hefur fram við endurhönnun á svæði Sundlaugar Dalvíkur.

8.Starfs- og fjárhagsáætlun fræðslu- og menningarsviðs 2015

Málsnúmer 201406109Vakta málsnúmer

Andrea Ragúels vék að fundi klukkan 09:58.

Sviðsstjóri lagði fram eftirfarandi tillögu að skiptingu á fjárhagsramma málaflokks 06 á milli deilda:

Fjárhagsrammi 2014 307.343.000

Íþrótta- og æskulýðsráð
5.390.000
Æskulýðsfulltrúi
11.167.000
Heilsueflandi Dalvíkurbyggð
530.000
Leikvellir
-
Sumarnámskeið
100.000
Vinnuskóli
18.000.000
Víkurröst félagsmiðstöð
18.022.000
Íþróttamiðstöð
132.079.000
Rimar
9.857.000
Árskógur
11.824.000
Sundskáli Svardæla
4.000.000
Styrkir v/ æskulýðsmála
101.353.000
Sparkvöllur
1.021.000
Samtals
313.343.000

Málaflokkur 13-70 tjaldsvæði er hluti að málaflokki 13 og hefur ekki verið úthlutað ramma en áætlun tjaldvæðis fyrir árið 2015 er að upphæð 4.600.000 kr.




Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir rammann eins og hann liggur fyrir en úthlutuð upphæð er 6.000.000 kr. umfram ramma sem skýrist að sbr. fundarlið 3 og er því óskað eftir viðbótarfjárveitingu sem því nemur.


Sviðsstjóri og íþrótta- og æskulýðsfulltrúi fóru yfir starfs- og fjárhagsáætlun málaflokksins en forstöðumaður Víkurrastar, Viktor Jónasson, fór yfir starfsáætlun félagmiðstöðvar og sat undir þeim lið fundinn.

Ljóst er að nokkur stór atriði eru enn í óvissu við gerð fjárhagsáætlunar, s.s. uppbygging íþróttasvæðis UMFS, Sundskáli Svarfdæla, rekstur á félagsheimilinu Rimum, framkvæmdir við Sundlaug Dalvíkur og fleira en gert er ráð fyrir 40.000.000 kr. í íþróttasvæðið sbr. 3ja ára áætlun en annað er nokkuð óbreytt frá fyrra ári. Einnig hafa þó nokkur erindi í tengslum við fjárhagsáætlanagerð borist sveitarfélaginu er varðar málaflokkinn en byggðaráð mun taka þau til umfjöllunar á næsta fundi þess.

Í fjárhagsáætluninni er gert ráð fyrir kostnaði vegna endurnýjunaráætlunar félagsheimilisins í Árskógi og Íþróttamiðstöðinni.

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir starfs- og fjarhagsáætlun eins og hún liggur fyrir og vísar henni til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Nefndarmenn
  • Kristinn Ingi Valsson Formaður
  • Jón Ingi Sveinsson Varaformaður
  • Íris Hauksdóttir Aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir Aðalmaður
  • Andrea Ragúels Víðisdóttir Aðalmaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir sviðsstjóri og Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi