Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Kerfisbundin endurskoðun starfsmatskerfisins SAMSTARF

Málsnúmer 201507058

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 741. fundur - 06.08.2015

Niðurstaða vinnu við endurskoðun starfsmatskerfis sveitarfélaganna, SAMSTARFS liggur nú fyrir ásamt starfsmatsniðurstöðum sem unnar voru samkvæmt bókun með gildandi kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og stéttarfélaga innan BSRB og ASÍ, sem samið hafa um starfsmat.

Ljóst er að nær allir starfsmenn Dalvíkurbyggðar sem eru hjá Einingu-Iðju eða hjá Kili hækka um launaflokka samkvæmt þessum starfsmatsniðurstöðum og er breytingin afturvirk til 1.maí 2014.



Lagt fram til kynningar.