Fræðsluráð

209. fundur 12. október 2016 kl. 08:15 - 12:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Steinunn Jóhannsdóttir formaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
  • Auður Helgadóttir aðalmaður
  • Valdemar Þór Viðarsson aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Dóróþea Guðrún Reimarsdóttir starfsmaður
  • Hlynur Sigursveinsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Dóróþea Reimarsdóttir starfsmaður
Dagskrá
Lilja Björk Ólafsdóttir boðaði forföll, Þórunn Andrésdóttir mætir í hennar stað.
Drífa Þórarinsdóttir, skólastjóri Krílakots, Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla og Gunnþór E. Gunnþórsson, skólastjóri Árskógarskóla sátu fundinn undir liðum 3, 4, 5, 6 og 7. Þuríður Sigurðardóttir fulltrúi starfsmanna á Krílakoti sat að hluta til undir lið 3.
Enginn áheyrnarfulltrúi mætti á fundinn.

1.Breyting á skipan fræðsluráðs 2016

Málsnúmer 201608029Vakta málsnúmer

Á 283. fundi sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar var staðfest breyting á hlutverkum fulltrúa í fræðsluráði en Lilja Björk Ólafsdóttir hafði óskað eftir að láta af störfum sem formaður. Steinunn Jóhannsdóttir tekur við formennsku í fræðsluráði og Lilja Björk Ólafsdóttir tekur sæti varaformanns.
Lagt fram til kynningar.

2.Uppsögn á starfi leikskólastjóra

Málsnúmer 201610011Vakta málsnúmer

Drífa Þórarinsdóttir, leikskólastjóri á Krílakoti, hefur sagt upp störfum frá og með næstu áramótum. Þegar hefur verið auglýst eftir eftirmanni hennar og rennur umsóknarfrestur út 24. október n.k.
Lagt fram til kynningar.
Gísli, Gunnþór, Drífa og Þuríður komu inn á fundinn klukkan 8:30.

3.Starfs- og fjárhagsáætlun fræðslu- og menningarsviðs 2017

Málsnúmer 201606116Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi starfsáætlun fræðslusviðs ásamt drögum að skiptingu fjárhagsramma fræðslumála(04).









Sviðsstjóri kynnti breytingu á skipuriti fræðslu- og menningarsviðs, en sú breyting snýr ekki að ábyrgðarsviði fræðsluráðs, ásamt drögunum að fjárhagsrammanum. Gísli Bjarnason, Drífa Þórarinsdóttir og Gunnþór E. Gunnþórsson kynntu starfsáætlanir sinna stofnana fyrir næsta ár. Á fundinum voru gerðar lítils háttar breytingar á starfsáætlun. Fræðsluráð samþykkir starfsáætlunina með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum. Umræðu um fjárhagsrammann er vísað til næsta fundar þegar endanlegur fjárhagsrammi liggur fyrir.
Þuríður fór af fundi klukkan 9:20.

4.Gjaldskrár Dalvíkurbyggðar; tillögur fyrir árið 2017.

Málsnúmer 201609127Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri gerði grein fyrir ákvörðun sveitarstjórnar um að almennt hækki gjaldskrár stofnana sveitarfélagsins um 3,9% milli áranna 2016 og 2017. Tekið er mið af verðbólguspá Hagstofu Íslands.
Fræðsluráð samþykkir 3,9% hækkun á þeim gjaldskrám sem undir ráðið heyra.

5.Skólanámskrár 2016-2017

Málsnúmer 201609040Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdu skólanámskrár og starfsáætlanir Krílakots, Árskógarskóla og Dalvíkurskóla fyrir yfirstandandi skólaár.
Gísli Bjarnason, Gunnþór E. Gunnþórsson og Drífa Þórarinsdóttir fóru yfir þær smávægilegu breytingar sem gerðar hafa verið á skólanámskránum frá síðasta skólaári. Unnið er að nýrri stefnumörkun varðandi heimanám í Dalvíkurskóla og mun hún taka gildi á skólaárinu. Fræðsluráð samþykkir skólanámskrár Dalvíkurskóla, Árskógarskóla og Krílakots eins og þær liggja fyrir.

6.Þjóðarsáttmáli um læsi

Málsnúmer 201508010Vakta málsnúmer

Dóróþea Reimarsdóttir, kennsluráðgjafi, kynnti þá vinnu sem fram fór á starfsdögum læsisráðgjafa Menntamálaráðuneytisins með starfsfólki grunnskólanna 11. og 12. ágúst og starfsfólki leikskólanna 16. september. Fundarboði fylgdu glærur og fleiri gögn frá fyrirlestrum læsisráðgjafanna. Næsta skref er að vinna heildstæða lestrarstefnu fyrir sveitarfélagið og gera þjóðarsáttmálann sýnilegri í byggðarlaginu.
Lagt fram til kynningar.

7.Námsárangur

Málsnúmer 201503209Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdu fundargerðir 23., 24., 25. og 26. fundar vinnuhóps um bættan námsárangur í Dalvíkurskóla.
Lagt fram til kynningar.
Gísli, Gunnþór og Drífa fór af fundi klukkan 11:30.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Nefndarmenn
  • Steinunn Jóhannsdóttir formaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
  • Auður Helgadóttir aðalmaður
  • Valdemar Þór Viðarsson aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Dóróþea Guðrún Reimarsdóttir starfsmaður
  • Hlynur Sigursveinsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Dóróþea Reimarsdóttir starfsmaður