Lántaka 2016

Málsnúmer 201608031

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 786. fundur - 18.08.2016

Í starfs- og fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2016 er gert ráð fyrir lántöku að upphæð kr. 150.000.000 vegna framkvæmda Eignasjóðs.



Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti á fundinum hvaða leiðir og lánakjör standa sveitarfélaginu til boða.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að sækja um lánveitingu til Lánasjóðs sveitarfélaga að upphæð kr. 150.000.000; jafngreiðslulán til 18 ára með föstum vöxtum 3,4% án uppgreiðsluákvæðis.

Byggðaráð - 788. fundur - 25.08.2016

Á 786. fundi byggðaráðs þann 18. ágúst 2016 var eftirfarandi bókað:



"Í starfs- og fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2016 er gert ráð fyrir lántöku að upphæð kr. 150.000.000 vegna framkvæmda Eignasjóðs. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti á fundinum hvaða leiðir og lánakjör standa sveitarfélaginu til boða.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að sækja um lánveitingu til Lánasjóðs sveitarfélaga að upphæð kr. 150.000.000; jafngreiðslulán til 18 ára með föstum vöxtum 3,4% án uppgreiðsluákvæðis."



Málið er tekið upp aftur þar sem viðbótar upplýsingar hafa komið fram um ofangreind lánakjör Lánasjóðs sveitarfélaga.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sækja um til Lánasjóðs sveitarfélaga lánsvilyrði að upphæð kr. 50.000.000 á 3,4% föstum vöxtum til 18 ára og sækja um lánsvilyrði fyrir kr. 100.000.000 til 8 ára með þeim formerkjum að sveitarfélagið hafi heimild til að taka lánið í hlutum innan ársins, þannig að ef þannig árar í rekstri sveitarfélagsins að það þurfi ekki að taka allt það lán sem áætlað er að taka skv. gildandi fjárhagsáætlun 2016.