Byggðaráð

786. fundur 18. ágúst 2016 kl. 13:00 - 16:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201608052Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla, og Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:00



Bókað í trúnaðarmálabók.

2.Frá Dalvíkurskóla; Ósk um tilfærslu fjárhagsramma Dalvíkurskóla 2016.

Málsnúmer 201608005Vakta málsnúmer

Á 784. fundi byggðaráðs þann 4. ágúst 2016 var eftirfarandi bókað:



"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla, og Valur Hilmarsson, umhverfisstjóri, kl. 13:47. Tekið fyrir erindi frá Gísla Bjarnasyni, skólastjóra Dalvíkurskóla, dagsett þann 21. júlí 2016 þar sem óskað er eftir tilfærslu í fjárhagsramma 2016. Í fjárhagsramma Dalvíkurskóla var heimild fyrir því að kaupa nýtt leiktæki á skólalóð og var gert ráð fyrir að kostnaður við það væri 2.200.000 kr. og einnig var gert ráð fyrir að setja gúmmíhellur undir leiktæki á skólalóð og átti það að kosta 500.000 kr. Að ígrunduðu máli þá telja stjórnendur að fjármunum væri betur varið í að gera einhverja aðstöðu úti sem mundi nýtast frekar eldri nemendum skólans. Hugmyndin er að gera útikennslustofu sem mundi nýtast eldri nemendum í frímínútum og einnig öllum bekkjum skólans. Hún yrði staðsett sunnanmegin við skólann og norðanmegin á tjaldsvæðinu. Umhverfisstjóri telur að ekki væri mikill kostnaður í kringum þetta og þetta mundi líka nýtast tjaldsvæði Dalvíkurbyggðar. Einnig mælist skólastjóri til að hafa fjármagn til að geta klárað að þökuleggja við bílastæði austanmegin við skólann og svo að laga vissa grasbletti á skólalóð. Til umræðu ofangreint. Hlynur, Gísli og Valur viku af fundi kl. 14:12.

Afgreiðslu frestað. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela skólastjóra Dalvíkurskóla að koma með nýtt og uppfært erindi með nákvæmari útfærslu á framkvæmdum og kostnaðaráætlun."



Með fundarboði byggðaráðs fylgdi uppfært erindi, dagsett þann 21. júlí 2016, móttekið þann 16. ágúst 2016, þar sem eftirfarandi sundurliðun kemur fram:



Útikennslustofa með bekkjum og eldstæði fyrir 25 nemendur; 165.000 kr.

Lagfæring á lóð og settar þökur sem á vantar; 375.000 kr.

Girðing við leikvöll 636.420 kr.


Göngustígur vestan við Dalvíkurskóla: 2.275.000 kr.

Samtals kostnaður: um 3.450.000 kr.



Samtals var áætlað í nýtt leiktæki 2.200.000 kr.

Mottur undir leiktæki 500.000 kr.

Girðing í kringum körfu og fótboltavöll 700.000 kr.

Heimild samtals: um 3. 400.000 kr.



Til umræðu ofangreint.



Gísli og Hlynur viku af fundi kl. 13:44.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að heimila Eignasjóði vegna Dalvíkurskóla að fara í eftirfarandi framkvæmdir í stað þess að setja mottur undir leiktæki að upphæð kr. 500.000:



Útikennslustofa með bekkjum og eldstæði fyrir 25 nemendur; 165.000 kr.

Lagfæring á lóð og settar þökur sem á vantar; 375.000 kr.



Girðing við leikvöll að upphæð kr. 636.420 er þegar á fjárhagsáætlun.



Beiðni um gerð göngustígs vestan við Dalvíkurskóla er vísað til gerðar starfs- og fjárhagsáætlunar 2017-2020. Byggðaráð leggur einnig til að lóð Dalvíkurskóla verði hönnuð í heild sinni af starfsmönnum umhverfis- og tæknisviðs í samráði við forsvarsmenn skólans áður en farið verði af stað í frekari lóðaframkvæmdir við Dalvíkurskóla.

3.Lántaka 2016

Málsnúmer 201608031Vakta málsnúmer

Í starfs- og fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2016 er gert ráð fyrir lántöku að upphæð kr. 150.000.000 vegna framkvæmda Eignasjóðs.



Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti á fundinum hvaða leiðir og lánakjör standa sveitarfélaginu til boða.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að sækja um lánveitingu til Lánasjóðs sveitarfélaga að upphæð kr. 150.000.000; jafngreiðslulán til 18 ára með föstum vöxtum 3,4% án uppgreiðsluákvæðis.

4.Mánaðarlegar stöðuskýrslur fyrir fagráð og byggðaráð - janúar - júlí 2016.

Málsnúmer 201604102Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir stöðulista bókhalds fyrir janúar- júlí 2016 í samanburði við fjárhagsáætlun 2016 með þeim viðaukum sem gerðir hafa verið á árinu.
Lagt fram til kynningar.

5.Starfs- og fjárhagsáætlun 2017-2020; undirbúningur:

Málsnúmer 201605147Vakta málsnúmer

a) Tillögur að hagræðingu í rekstri sveitarfélagsins.



Á fundinum var byrjað að fara yfir tillögu sviða að leiðum til að hagræða, auka skilvirkni og minnka útgjöld í rekstri sveitarfélagsins vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2017-2020.



b) Gjaldskrármál.



c) Forsendur.



d) Tímarammi.



Rætt um tímaramma vegna vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun 2017-2020 að teknu tilliti til a - c liða hér að ofan.



e) Annað er varðar fjárhagsáætlunarvinnuna.



a) Frekari yfirferð frestað til næsta fundar.

b) Frestað til næsta fundar.

c) Frestað til næsta fundar.

d) Frestað til næsta fundar.

e) Frestað til næsta fundar.

6.Frá Eyþingi; Fundargerðir 2016 nr. 281 og nr. 282.

Málsnúmer 201602006Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Eyþings nr. 281 og 282.
Lagt fram til kynningar.

7.Landbúnaðarráð - 106, frá 11.08.2016.

Málsnúmer 1608003Vakta málsnúmer

Til afgreiðslu:

1. liður.

3. liður.
  • Með innsendum erindum dags. 2 ágúst 2016 óskar fjallskiladeild Árskógsdeildar eftir breytingum á fyrirkomulagi gagna. Landbúnaðarráð - 106 Landbúnaðarráð Dalvíkurbyggðar gerir ekki athugasemdir við umbeðna breytingu og felur fjallskilanefnd/fjallskilastjóra Árskógdeildar að ræða umbeðnar breytingar við viðkomandi aðila. Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum afgreiðslu landbúnaðarráðs.
  • Fundargerð fjallskiladeildar Svarfaðardalsdeildar 2015 lögð fram til kynningar. Landbúnaðarráð - 106 Lagt fram til kynningar.
    Ráðið óskar eftir því við allar fjallskiladeildir að leggja fram fundargerðir nefndanna í síðasta lagi 1. mars ár hvert.
  • Með innsendu erindi dags. 24. júní 2016 óskar Svavar Örn Sigurðsson eftir búfjárleyfi fyrir 20 hænur og 15 endur. Landbúnaðarráð - 106 Landbúnaðarráð Dalvíkurbyggðar gerir ekki athugasemdir og felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi. Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum afgreiðslu landbúnaðaráðs.
  • Upplýsingar um framkvæmd fjallskila frá Bændasamtökum Íslands Landbúnaðarráð - 106 Landbúnaðarráð Dalvíkurbyggðar felur sviðsstjóra að útbúa bréf til Bændasamtaka Íslands í samráði við ráðsmenn. Bókun fundar Enginn tók til máls og annað þarfnast ekki afgreiðslu.

8.Frá Golfklúbbnum Hamar; Nýr golfvöllur; Ósk vegna vinnu við deiluskipulag - kynningarfundur 15.09.2016

Málsnúmer 201603061Vakta málsnúmer

Guðmundur St. Jónsson vék af fundi undir þessum lið kl. 15:53 vegna vanhæfis.



Á 785. fundi byggðaráðs þann 11. ágúst 2016 var eftirfarandi bókað:

"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs frá Golfklúbbi Hamar Kári Ellertsson, framkvæmdastjóri, og Sigurður Jörgen kl. 15:08. Guðmundur St. Jónsson vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis kl. 15:08. Á 275. fundi byggðaráðs þann 15. apríl 2016 var eftirfarandi bókað: "Á 275. fundi umhverfisráðs þann 15. apríl 2016 var eftirfarandi bókað: "Með bréfi dags. 9. mars 2016 óskar Marsibil Sigurðardóttir, fyrir hönd golfklúbbsins Hamars, eftir því að gert verði ráð fyrir 9 holu golfvelli í deiliskipulagi svæðisins. Ásamt því að þar verði skipulagt heildstætt útivistarsvæði sem muni þjóna öllum íbúum Dalvíkurbyggðar. Þar sem forsendur fjármögnunar á gerð deiliskipulags Fólkvangsins í Böggvisstasðarfjalli eru brostnar 2016 getur ráðið ekki orðið við umbeðinni ósk að sinni. Ráðið leggur til við byggðarráð að hugur íbúa til þessa verkefnis verði kannaður frekar áður en lagt er í dýra skipulagsvinnu." Til umræðu ofangreint. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að íbúafundur verði haldinn við fyrsta tækifæri í samstarfi við Golfklúbbinn Hamar og í haust verði hugur íbúa kannaður. " Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá framkvæmdastjóra Golfklúbbsins Hamars, dagsettur þann 3. ágúst 2016, þar sem fram kemur að Golfklúbburinn hefur hafið undirbúning kynningar á hugmyndum um nýjan golfvöll í fólkvangi Dalvíkur sem byggðar eru á skýrslu Edwin Roald. Stefnt er á að fundurinn verði haldinn fimmtudaginn 15. september n.k. kl. 17. Fram kemur jafnframt að samkvæmt úttekt Edwins Roald sem kynntar hafa verið í kjörnum fulltrúum Dalvíkurbyggðar þá sér hann fyrir sér að golfvöllur í fólkvanginum verði ekki einangrað fyrirbæri heldur hluti af almennu útivistarsvæði með göngustígum og fleiru sem ætlað væri öllum íbúum sveitarfélagsins og ferðafólki á svæðinu. Golfklúbbnum finnst því mikilvægt að sveitarfélagið komi að kynningunni ásamt golfklúbbnum. Golfklúbbnum Hamar finnst þannig mjög mikilvægt að sveitarfélagið sýni verkefninu stuðning með þátttöku í kynningunni bæði hvað varðar efnisinnihald kynningarinnar og kostnaðinn við hana. Stjórn Golfklúbbsins Hamars óskar eftir því að Dalvíkurbyggð komi að umræddum kynningarfundi ásamt klúbbnum samkvæmt fundargerð byggðaráðs frá 9. mars 2016. Til umræðu ofangreint. Kári og Sigurður viku af fundi kl. 15:30

Lagt fram til kynningar. Bókun byggðaráðs um frá 9. mars 2016 stendur óbreytt, þ.e. "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að íbúafundur verði haldinn við fyrsta tækifæri í samstarfi við Golfklúbbinn Hamar og í haust verði hugur íbúa kannaður. " Afgreiðslu frestað hvað varðar beiðni um þátttöku sveitarfélagsins í fundarkostnaði; óskað var eftir nánari upplýsingum um kostnað við fundinn og beiðni um hlutdeild sveitarfélagsins. Óskað var eftir að Golfklúbburinn sendi drög að auglýsingu vegna fyrirhugaðs funds fyrir næsta fund byggðaráðs. "



Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tilaga að auglýsingu um fundinn.



Til umræðu ofangreint.



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum tillögu að auglýsingu eins og hún liggur fyrir og felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs og umhverfisstjóra að sitja fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar sem og fulltrúum úr byggðaráði og umhverfisráði.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs