Á 784. fundi byggðaráðs þann 4. ágúst 2016 var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla, og Valur Hilmarsson, umhverfisstjóri, kl. 13:47. Tekið fyrir erindi frá Gísla Bjarnasyni, skólastjóra Dalvíkurskóla, dagsett þann 21. júlí 2016 þar sem óskað er eftir tilfærslu í fjárhagsramma 2016. Í fjárhagsramma Dalvíkurskóla var heimild fyrir því að kaupa nýtt leiktæki á skólalóð og var gert ráð fyrir að kostnaður við það væri 2.200.000 kr. og einnig var gert ráð fyrir að setja gúmmíhellur undir leiktæki á skólalóð og átti það að kosta 500.000 kr. Að ígrunduðu máli þá telja stjórnendur að fjármunum væri betur varið í að gera einhverja aðstöðu úti sem mundi nýtast frekar eldri nemendum skólans. Hugmyndin er að gera útikennslustofu sem mundi nýtast eldri nemendum í frímínútum og einnig öllum bekkjum skólans. Hún yrði staðsett sunnanmegin við skólann og norðanmegin á tjaldsvæðinu. Umhverfisstjóri telur að ekki væri mikill kostnaður í kringum þetta og þetta mundi líka nýtast tjaldsvæði Dalvíkurbyggðar. Einnig mælist skólastjóri til að hafa fjármagn til að geta klárað að þökuleggja við bílastæði austanmegin við skólann og svo að laga vissa grasbletti á skólalóð. Til umræðu ofangreint. Hlynur, Gísli og Valur viku af fundi kl. 14:12.
Afgreiðslu frestað. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela skólastjóra Dalvíkurskóla að koma með nýtt og uppfært erindi með nákvæmari útfærslu á framkvæmdum og kostnaðaráætlun."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi uppfært erindi, dagsett þann 21. júlí 2016, móttekið þann 16. ágúst 2016, þar sem eftirfarandi sundurliðun kemur fram:
Útikennslustofa með bekkjum og eldstæði fyrir 25 nemendur; 165.000 kr.
Lagfæring á lóð og settar þökur sem á vantar; 375.000 kr.
Girðing við leikvöll 636.420 kr.
Göngustígur vestan við Dalvíkurskóla: 2.275.000 kr.
Samtals kostnaður: um 3.450.000 kr.
Samtals var áætlað í nýtt leiktæki 2.200.000 kr.
Mottur undir leiktæki 500.000 kr.
Girðing í kringum körfu og fótboltavöll 700.000 kr.
Heimild samtals: um 3. 400.000 kr.
Til umræðu ofangreint.
Gísli og Hlynur viku af fundi kl. 13:44.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela skólastjóra Dalvíkurskóla að koma með nýtt og uppfært erindi með nákvæmari útfærslu á framkvæmdum og kostnaðaráætlun.