Málsnúmer 201608054Vakta málsnúmer
Á 784. fundi byggðaráðs þann 4. ágúst 2016 var eftirfarandi bókað
"4. 201504045 - Málefni er varðar sölu og leigu á Félagslegum íbúðum: vinnuhópur
Dalvíkurbyggð óskaði eftir tilboði í hús til flutnings en húsið er staðsett að Hólavegi 1 á Dalvík. Eignin er 66fm að stærð og er laust til afhendingar eftir 1. september. Húsið er í dag sambyggt öðru húsi en seljandi mun sjá um að aðskilja þau áður en til afhendingar kemur.
Óskað var eftir tilboðum í eignina og var tilboðsfrestur til kl. 16:00 miðvikudaginn 20. júlí 2016.
Dalvíkurbyggð áskildi sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum
Þrjú tilboð bárust í færanlega húsið að Hólavegi 1. Fasteignasalan Hvammur hafði umsjón með sölunni. Ákveðið var að taka tilboði Álfurinn Bæ ehf., kt.:500797-3049 að upphæð 4.810.000,- með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gengið verði að tilboði frá Álfurinn Bæ ehf að upphæð kr. 4.810.000, sbr. ofangreint."
Eins og fram kemur hér að ofan þá bárust 3 kauptilboð, Dalvíkurbyggð áskildi sér þann rétt að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum:
Stefán Gunnar Þengilsson, kr. 5.000.0000, með fyrirvara um að aðilar nái saman með vinnuskipti sem hluta af greiðslu.
Álfurinn Bæ ehf., kr. 4.810.000.
Gunnar Már Leifsson, kr. 4.700.000, með fyrirvara um að leyfi fáist til að setja húsið niður í Syðra-Haga á Árskógsströnd.
Tekið fyrir erindi frá Gunnari Má Leifssyni, Birgittu Ósk Tómasdóttur og Gittu Unn Ármannsdóttur, bréf dagsett þann 17.08.2016, þar sem óskað er eftir að sveitarstjórn endurskoði afgreiðslu byggðaráðs hvað varðar að taka hæsta tilboði í færanlegt hús sem auglýst var eftir tilboðum í. Með afgreiðslu byggðaráðs telja undirrituð að ekki hafi verið tekið mið af málefnasamningum frá 18. júní 2014 þar sem segi:
*Sveitarfélagið beiti sér fyrir því að lausar eignir verði nýttar til að anna eftirspurn eftir húsnæði. Afar mikilvægt er að húsnæði sé í boði sem ætti að hvetja fólk til að setjast að í Dalvíkurbyggð.
* Möguleika ungs fólks til þess að fá þak yfir höfuðið verður að auka.
Fram kemur m.a. tilboðsgjafinn Gunnar Már Leifsson hafi ætlað sér að gera húsið að íbúðarhúsi og undirrituð vona innilega að sveitarstjórn endurskoði afgreiðslu byggðaráðs og stuðli með því að búsetu ungs fólks hvar sem er í sveitarfélaginu.
Til umræðu ofangreint.