Fjárhagsáætlun 2016; viðauki vegna breytinga á tekjufærslu í málaflokki 02; málefni fatlaðra.

Málsnúmer 201608061

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 788. fundur - 25.08.2016

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs upplýsti að gera þarf viðauka vegna vegna málaflokks 02 er varðar málefni fatlaðra og breytt fyrirkomulag er varðar samstarf sveitarfélaga. Flytja þarf í áætlun tekjur frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga af málaflokki 02 og yfir á málaflokk 00, alls kr. -46.407.000. Einnig þarf að taka út á málaflokki 02 áætluð útgjöld vegna greiðslu á 0,25% útsvars vegna málefna fatlaðra.



Breyting á fjárhagsáætlun 2016 vegna málefna fatlaðra.






Tekjur:
Gjöld:



02500-0790
-7.936.000




02510-0790
-4.764.000




02530-0790
-2.010.000




02560-0790
-29.941.000




02570-0790
-1.756.000




02590-9145

15.196.000




-46.407.000
15.196.000









Ofangreindar tekjur fara út af málaflokki 02 en í staðinn verður gert ráð fyrir þeim á málaflokki 00 í einni tölu.





Liðurinn 02590-9145 dettur út þar sem 0,25% hluti útsvars vegna málefna fatlaðra fer inn á málaflokk 00 en það er ekki greitt til Fjallabyggðar og þeir greiða til baka í gegnum tekjur eins og var fyrirkomulagið hjá Rótum bs.



Nettó áhrifin af ofangreindum breytingum er gjaldalækkun að upphæð kr. 15.196.000 í fjárhagsáætlun 2016.





Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindan viðauka. Áhrif breytinga á rekstur og efnahag kemur hér fram í máli 201608060; heildarviðauki II við fjárhagsáætlun 2016.