Frá Brú, Lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga; Hækkun mótframlags launagreiðanda í A-deild Brúar lífeyrissjóðs

Málsnúmer 201610038

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 797. fundur - 13.10.2016

Tekið fyrir bréf frá Brú Lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga er varðar hækkun mótframlags launagreiðanda í A-deild Brúar lífeyrissjóðs, dagsett þann 3. október s.l.



Meðfylgjandi í fundarboði er einnig rafpóstur frá framkvæmdastjóra Sambands íslenska sveitarfélaga, dagsettur þann 12. október s.l, þar sem vísað er í fyrri rafpóst frá 3.október s.l. ásamt fylgiskjali. Fram kemur að ljóst er að frumvarp sem samið var á grundvelli samkomulagsins um framtíðarskipan lífeyrismála opinberra starfsmanna 2016 verður ekki samþykkt sem lög á yfirstandandi þingi. Það þýðir að miðað við stöðuna eins og hún er núna þá er ekkert annað að gera en að reikna með hækkun mótframlags um næstu áramót við fjárhagsáætlunargerð fyrir næsta ár. Vísað er einnig í ofangreinda tilkynningur Brúar um hækkun á mótframlagi um skv. ákvörðun stjórnar Brúar lífeyrissjóðs þann 30. september s.l. um að hækka mótframlag launagreiðanda sem greiða í A-deild sjóðsins úr 12% í 16,8%.



Þess er vænta að LSR hafið tilkynnt viðkomandi launagreiðendum, þ.m.t. sveitarfélögum, um ákvörðun stjórnar LSR um hækkun á iðgjaldi lauangreiðanda í A-deild LSR um næsta áramót úr 11,5% í 15,1%.



Í frétt á heimasíðu sambandsins koma fram sjónarmið fjármála- og efnahagsráðuneytisins og sambandsins í sameiginlegri yfirlýsingu vegna þessa máls.





Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til gerðar starfs- og fjárhagsáætlunar 2017-2002.