Umhverfisráð

292. fundur 01. ágúst 2017 kl. 08:15 - 11:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson
  • Karl Ingi Atlason Aðalmaður
  • Guðrún Anna Óskarsdóttir Aðalmaður
  • Kristín Dögg Jónsdóttir Aðalmaður
  • Friðrik Vilhelmsson varaformaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Ársreikningur og skýrsla stjórnar Björgunarsveitarinnar Dalvík fyrir árið 2016.

Málsnúmer 201707033Vakta málsnúmer

Til kynningar ársreikningur og skýrsla stjórnar Björgunarsveitarinnar Dalvík fyrir 2016.
Haukur Arnar vék af fundi undir þessum lið kl. 08:16
Ráðið gerir ekki athugasemdir við innsend gögn og fagnar því góða starfi sem fram fer hjá sveitinni.
Haukur Arnar kom aftur inn á fundinn kl. 08:25

2.Mánaðarlegar stöðuskýrslur fyrir fagráð og byggðaráð

Málsnúmer 201604102Vakta málsnúmer

Til kynningar stöðumat 1. jan- 1.júní 2017
Lagt fram til kynningar.

3.Viðbragðsáætlun fyrir Múlagöng

Málsnúmer 201707012Vakta málsnúmer

Til kynninga ný viðbragðsáætlun fyrir Múlagöng.
Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar fagnar framlagðri viðbragðsáætlun fyrir Múlagöng.
Samþykkt með fimm atkvæðum.

4.Fundargerð friðlandsnefndar 2017

Málsnúmer 201706149Vakta málsnúmer

Til kynningar fundargerð umsjónanefndar Friðlands Svarfdæla frá 1. júní 2017.
Umhverfisráð felur sviðsstjóra að kanna næstu skref er varða lóðarstækkun við Sandskeið 31 samanber lið. 5 í fundargerð Friðlandnefnarinnar.
Lagt fram til kynningar

5.Verkefnalisti fyrir friðland Svarfdæla 2017.

Málsnúmer 201706153Vakta málsnúmer

Til umræðu verkefnalisti vegna framkvæmda við Friðland Svarfdæla 2017.
Umhverfisráð fagnar þeim framkvæmdum sem þegar hafa farið fram og eru í farvatninu.
Lagt fram til kynningar.

6.Uppsetning á skilti við Sveitarfélagsmörk

Málsnúmer 201707047Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 12. júlí 2017 óskar Snorri Finnlaugsson fyrir hönd Hörgársveitar eftir leyfi til uppsetningar á sveitarfélagsskilti á bakhlið sveitarfélagsmerkis Dalvíkurbyggðar.
Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar felur sviðsstjóra að útfæra nýtt skilti í samráði við Hörgársveit samkvæmt umræðum á fundinum. Tekið skal fram að þær breytingar sem gerðar verða alfarið á kostnað Hörgársveitar.
Samþykkt með fimm atkvæðum.

7.Umsókn um uppsetningu á skilti.

Málsnúmer 201707052Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 29. júlí 2017 óskar Bjarni Óskarsson eftir leyfi til uppsetningar á skilti við Skíðadalsveg samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Þar sem umrædd staðsetning er í Friðlandi Svarfdæla leggur ráðið til að valin verði staðsetning austan við Skíðadalsveg.
Umhverfisráð samþykkir að veita leyfi á þeirri staðsetningu með fyrirvara um samþykki Vegagerðarinnar á staðsetningu.
Samþykkt með fimm atkvæðum.

8.Uppsetning á heitum pottum í Sandvík, Hauganesi til reynslu.

Málsnúmer 201707034Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 10. júlí 2017 óskar Elvar Reykjalín eftir leyfi til uppsetningar á heitum pottum í Sandvík, Hauganesi til reynslu.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir að veita umbeðið leyfi til reynslu í tvö ár, en bendir á að áður en leyfi verður veitt þarf að afla tilskilinna leyfa frá Heilbrigðiseftirlits Norðurlands og Umhverfisstofnunar.
Ráðið bendir á að þær framkvæmdir sem umrætt leyfi tekur til skulu vera með öllu afturkræfar.
Samþykkt með fimm atkvæðum.

9.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201707049Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags.28. júlí 2017 óskar Jón Geir Árnason eftir byggingarleyfi að Aðalbraut 14 samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir og felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi.
Samþykkt með fimm atkvæðum.

10.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201707048Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 28. júlí 2017 óskar Ingólfur Árni Eldjárn eftir byggingarleyfi í landi Gullbringu samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir og felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi.
Samþykkt með fimm atkvæðum.

11.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201707050Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 13. júlí 2017 óskar Ólafur Tage fyrir hönd lóðarhafa eftir byggingarleyfi við Hringtún 25 samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð óskar eftir að umbeðin byggingaráform verði grenndarkynnt eftirfarandi nágrönnum
Hringtún 1,2,5 21,30 og 38.
Miðtún 1 og 3.
Steintún 2 og 4.
Í framhaldi af því er sviðsstjóra falið að veita umbeðið leyfi ef athugasemdir gefa ekki tilefni til breytinga.
Samþykkt með fimm atkvæðum.

12.Styrkvegir 2017

Málsnúmer 201609071Vakta málsnúmer

Umsókn um framkvæmdarleyfi vegna lagfæringar á vegið inn að Sveinstaðaafrétt.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir og felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi.
Samþykkt með fimm atkvæðum.

13.Umferðarmerkingar_2017

Málsnúmer 201705116Vakta málsnúmer

Til umræðu umferðamerkingar og umferðaröryggi í Dalvíkurbyggð.
Á fundin mættu Erna Bára Hreinsdóttir og Heimir Gunnarsson frá Vegagerðinni,Felix Jósafatsson varðsstjóri hjá lögreglunni í Dalvíkurbyggð og Valur Þór Hilmarsson umhverfisstjóri kl. 09:30.
Ráðið þakkar fyrir gagnlegar umræður um þau verkefni sem fyrir liggja í umferðaröryggi á þjóðvegum í þéttbýli.
Sviðsstjóra falið að afla tilboða frá ráðgjöfum um lokafrágang á umferðaröryggisáætlun.
Erna Bára Hreinsdóttir,Heimir Gunnarsson,Felix Jósafatsson og Valur Þór Hilmarsson viku af fundi kl. 11:30.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson
  • Karl Ingi Atlason Aðalmaður
  • Guðrún Anna Óskarsdóttir Aðalmaður
  • Kristín Dögg Jónsdóttir Aðalmaður
  • Friðrik Vilhelmsson varaformaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs