Landbúnaðarráð

105. fundur 15. júní 2016 kl. 08:15 - 10:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Þórarinsson Formaður
  • Freyr Antonsson Varaformaður
  • Gunnsteinn Þorgilsson Aðalmaður
  • Guðrún Anna Óskarsdóttir aðalmaður
  • Þorleifur Albert Reimarsson Varamaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá
Guðrún Erna Rudolfsdóttir boðaði forföll og í hennar stað mætti Þorleifur Albert Reimarsson.

Alfreð Schiöth frá HNE og Valur Þór Hilmarsson umhverfisstjóri komu inn á fundinn kl. 09:00 undir 5. lið.

1.Uppsögn á starfi fjallskilastjóra

Málsnúmer 201605137Vakta málsnúmer

Með bréfi dags. 27. maí 2016 tilkynnir Sylvía Ósk Ómarsdóttir að hún segi sig frá fjallskilastjórastarfi Svarfaðardalsdeildar.
Landbúnaðarráð þakkar Sylvíu Ósk Ómarsdóttur vel unnin störf og leggur til að Árni Sigurður Þórarinsson Hofi verði nýr fjallskilastjóri Svarfaðardalsdeildar og Kristín Sigurhanna Sigtryggsdóttir Hofi til vara.

Samþykkt með fimm atkvæðum.

2.Endurskoðun á samningi Umhverfisstofnunar og sveitarfélaga um refaveiðar 2014 - 2016

Málsnúmer 201605097Vakta málsnúmer

Til kynningar endurskoðun á samningi umhverfisstofnunar og sveitarfélaga um refaveiðar 2014-2016.
Lagt fram til kynningar.

3.Mánaðarlegar stöðuskýrslur fyrir fagráð og byggðaráð

Málsnúmer 201604102Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.
Landbúnaðarráð fagnar framlögðum upplýsingum.

4.Umsókn um búfjárleyfi

Málsnúmer 201606031Vakta málsnúmer

Freyr Antonsson vék af fundi 08:55.



Með innsendu erindi dags. 7. júní 2016 óskar Jón Emil Gylfason eftir búfjárleyfi fyrir 18 hross samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Landbúnaðarráð gerir ekki athugasemdir við að veita umbeðið leyfi og felur sviðsstjóra að veita leyfi.

Samþykkt með fjórum atkvæðum.

5.Endurskoðun á reglum um kattahald

Málsnúmer 201605132Vakta málsnúmer

Til umræðu endurskoðun á samþykkt um kattahald í Dalvíkurbyggð.
Landbúnaðarráð þakkar þeim Alfred og Val fyrir greinargóða yfirferð á málinu og felur sviðsstjóra og umhverfisstjóra að sjá til þess að framfylgja þeim ákvæðum sem fram koma í samþykkt um kattahald frá 2. janúar 2013 og kanna samstarf við Akureyrarbæ varðandi dýravörslu.

Samþykkt með fjórum atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Nefndarmenn
  • Jón Þórarinsson Formaður
  • Freyr Antonsson Varaformaður
  • Gunnsteinn Þorgilsson Aðalmaður
  • Guðrún Anna Óskarsdóttir aðalmaður
  • Þorleifur Albert Reimarsson Varamaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs