Málsnúmer 201705042Vakta málsnúmer
Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla, gerði grein fyrir tveimur styrkjum sem skólinn fékk úthlutað úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla. Annars vegar eru það 424.000 kr. til að standa straum af leiðsögn á námskeiði sem verður á haustönn undir yfirskriftinni Samvirkt nám í fjölbreyttum nemendahópi og hins vegar 216.000 kr. vegna kostnaðar við Menntabúðir Eymennt í upplýsingatækni sem Dalvíkurskóli stendur að ásamt fimm öðrum skólum á Eyjafjarðarsvæðinu.
Gunnþór E. Gunnþórsson, skólastjóri Árskógarskóla, kynnti styrk upp á 144.000 kr. sem skólinn fékk úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla til að þróa áfram kennsluhætti(smiðjur)í list- og verkgreinum í aldursblönduðum hópum.