Fræðsluráð

216. fundur 10. maí 2017 kl. 08:15 - 11:20 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Steinunn Jóhannsdóttir formaður
  • Lilja Björk Ólafsdóttir varaformaður
  • Felix Rafn Felixson Aðalmaður
  • Auður Helgadóttir Aðalmaður
  • Valdemar Þór Viðarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Dóróþea Guðrún Reimarsdóttir starfsmaður
  • Hlynur Sigursveinsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Dóróþea Reimarsdóttir starfsmaður á Fræðslu og menningarsviði
Dagskrá
Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, skólastjóri Krílakots og Þuríður Sigurðardóttir, fulltrúi leikskólastarfsmannsátu fundinn undir liðum 1 og 2. Gunnþór E. Gunnþórsson, skólastjóri Árskógarskóla, sat fundinn undir liðum 1-3. Guðríður Sveinsdóttir, fulltrúi grunnskólakennara, sat fundinn undir liðum 1-7. Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla sat fundinn undir liðum 1-8. Freyr Antonsson, fulltrúi foreldra leikskólabarna boðaði ekki forföll og enginn kom í hans stað.

1.Skýrsla um fjárhagsstöðu fyrir fagráð

Málsnúmer 201604102Vakta málsnúmer

Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu og menningarsviðs, kynnti stöðu fjármála Krílakots, Árskógarskóla og Dalvíkurskóla við lok fyrsta ársfjórðungs 2017.
Lagt fram til kynningar og umræðu.

2.Ályktun ráðstefnunnar Ungt fólk og lýðræði 2017

Málsnúmer 201704048Vakta málsnúmer

Fundarboði fylgdi ályktun frá unmennaráðstefnu UMFÍ, Ungt fólk og lýðræði, sem haldin var á Laugarbakka 5.-7. apríl 2017. Mál sem varða fræðsluráð eru ábending um nauðsyn þess að sálfræðiþjónusta standi til boða í öllum grunn- og framhaldsskólum landsins, krafa um meiri fræðslu um fjármál og um réttindi og skyldur á atvinnumarkaði og farið er fram á að fulltrúar ungmennaráða fái að sitja fundi hjá sem flestum nefndum innan sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar og umræðu. Fræðsluráð tekur undir ályktun ungmennaráðsins og hvetur til að fjármál og réttindi og skyldur á atvinnumarkaði séu tryggð í skólanámskrá grunnskólanna. Tryggja þarf sálfræðing sem hefur viðveru í skólum Dalvíkurbyggðar og er sviðsstjóra falið að vinna að því máli.
Guðrún Halldóra og Þuríður fóru af fundi klukkan 9:00.

3.Úthlutun úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla 2017

Málsnúmer 201705042Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla, gerði grein fyrir tveimur styrkjum sem skólinn fékk úthlutað úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla. Annars vegar eru það 424.000 kr. til að standa straum af leiðsögn á námskeiði sem verður á haustönn undir yfirskriftinni Samvirkt nám í fjölbreyttum nemendahópi og hins vegar 216.000 kr. vegna kostnaðar við Menntabúðir Eymennt í upplýsingatækni sem Dalvíkurskóli stendur að ásamt fimm öðrum skólum á Eyjafjarðarsvæðinu.

Gunnþór E. Gunnþórsson, skólastjóri Árskógarskóla, kynnti styrk upp á 144.000 kr. sem skólinn fékk úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla til að þróa áfram kennsluhætti(smiðjur)í list- og verkgreinum í aldursblönduðum hópum.
Lagt fram til kynningar og umræðu.
Gunnþór fór af fundi klukkan 9:15

4.Úthlutun úr Sprotasjóði 2017

Málsnúmer 201705043Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla, gerði grein fyrir styrk að upphæð kr. 675.000 sem Sprotasjóður úthlutaði skólanum í verkefnið Hugarþjálfun er líkamsrækt hugans og stýrt verður af Gunnhildi Birnisdóttur, verkefnastjóra sérkennslu í 1.-8. bekk. Verkefnið gengur út á markvissa þjálfun vinnsluminnis nemenda í 1.-4. bekk og gerð námsgagna í þeim tilgangi.
Lagt fram til kynningar.

5.Námsleyfi kennara 2017-2018

Málsnúmer 201704107Vakta málsnúmer

Lagt var fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 25. apríl 2017 þar sem tilkynnt er að stjórn Námsleyfasjóðs hafi úthlutað Sólveigu Lilju Sigurðardóttur, smíða- og íþróttakennara við Dalvíkurskóla, námsleyfi í 12 mánuði næsta skólaár. Námsleyfasjóður endurgreiðir sveitarfélögunum mánaðarlega þau laun sem kennurum eru greidd í námsleyfi.
Lagt fram til kynningar.

6.Niðurstöður samræmdra prófa 2017 - 9. og 10. bekkur

Málsnúmer 201606119Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla, og Guðríður Sveinsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, gerðu grein fyrir niðurstöðum samræmdra prófa í 9. og 10. bekk Dalvíkurskóla sem nemendur þreyttu í byrjun mars s.l.
Lagt fram til kynningar. Nokkrar umræður urðu um niðurstöðurnar og leiðir til úrbóta.

7.Námsárangur

Málsnúmer 201503209Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi fundargerð 38. fundar vinnuhóps um bættan námsárangur í Dalvíkurskóla.
Lagt fram til kynningar.
Guðríður fór af fundi 10:00.

8.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201705019Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.
Gísli fór af fundi klukkan 10:15.

9.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201705029Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

Fundi slitið - kl. 11:20.

Nefndarmenn
  • Steinunn Jóhannsdóttir formaður
  • Lilja Björk Ólafsdóttir varaformaður
  • Felix Rafn Felixson Aðalmaður
  • Auður Helgadóttir Aðalmaður
  • Valdemar Þór Viðarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Dóróþea Guðrún Reimarsdóttir starfsmaður
  • Hlynur Sigursveinsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Dóróþea Reimarsdóttir starfsmaður á Fræðslu og menningarsviði