Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla, gerði grein fyrir tveimur styrkjum sem skólinn fékk úthlutað úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla. Annars vegar eru það 424.000 kr. til að standa straum af leiðsögn á námskeiði sem verður á haustönn undir yfirskriftinni Samvirkt nám í fjölbreyttum nemendahópi og hins vegar 216.000 kr. vegna kostnaðar við Menntabúðir Eymennt í upplýsingatækni sem Dalvíkurskóli stendur að ásamt fimm öðrum skólum á Eyjafjarðarsvæðinu.
Gunnþór E. Gunnþórsson, skólastjóri Árskógarskóla, kynnti styrk upp á 144.000 kr. sem skólinn fékk úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla til að þróa áfram kennsluhætti(smiðjur)í list- og verkgreinum í aldursblönduðum hópum.