Málsnúmer 201611133Vakta málsnúmer
Með fundarboði fylgdi bréf frá Hjörleifi Erni Jónssyni, skólastjóra Tónlistarskólans á Akureyri, dagsett 22. nóvember 2016, reglur um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til eflingar tónlistarnámi og jöfnunar á aðstöðumun nemenda dags. 5. ágúst 2011 og áætlaður kennslukostnaður í Tónlistarskólanum á Akureyri skólaárið 2016-2017. Bréf Hjörleifs varðar nemanda með lögheimili í Dalvíkurbyggð sem stundar grunnnám við Tónlistarskólann á Akureyri. Leitað er samþykkis Dalvíkurbyggðar fyrir að greiða þann hluta kennslukostnaðar sem Akureyrarbær greiðir almennt fyrir nemendur með lögheimili þar.