Ytra mat Menntamálastofnunar- Leikskólinn Krílakoti

Málsnúmer 201612025

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 211. fundur - 14.12.2016

Með fundarboði fylgdi skýrsla Menntamálastofnunar um niðurstöður Ytra mats á leikskólanum Krílakoti sem fram fór í ágúst s.l. Skila þarf umbótaáætlun fyrir 1. febrúar er 2017.
Fræðsluráð fagnar góðri niðurstöðu matsins sem sýnir að skólastarfið á Krílakoti er mjög gott. Leikskólastjóra er falið að vinna drög að úrbótaáætlun fyrir næsta fund ráðsins.
Þuríður og Freyr fóru af fundi klukkan 9:54.

Fræðsluráð - 212. fundur - 11.01.2017

Drífa Þórarinsdóttir, skólastjóri Krílakots, kynnti drög að aðgerðaáætlun um úrbætur í framhaldi af niðurstöðum ytra mats Menntamálastofunar sem gert var s.l. haust. Áætlunina þarf að senda stofnuninni fyrir 1. febrúar 2017.
Fræðsluráð felur Drífu að ljúka aðgerðaáætluninni í samræmi við umræður á fundinum og senda Menntamálastofnun áður en skilafrestur rennur út. Lokaskjalið verði lagt fyrir næsta fund til kynningar.



Þar sem þetta er síðasti fræðsluráðsfundur sem Drífa Þórarinsdóttir, leikskólastjóri, situr vill fræðsluráð þakka Drífu fyrir vel unnin störf í þágu Dalvíkurbyggðar og óskar henni velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi.

Fræðsluráð - 213. fundur - 08.02.2017

Með fundarboði fylgdi endanleg gerð umbótaáætlunar þeirrar sem Drífa Þórarinsdóttir, þá leikskólastjóri Krílakots, kynnti fræðsluráði drög að á síðasta fundi þess. Hún sendi Menntamálastofnun áætlunina þann 31. janúar s.l.
Lagt fram til kynningar. Engar athugasemdir komu fram.
Ágústa, Þuríður og Freyr véku af fundi kl.8:35.

Fræðsluráð - 217. fundur - 14.06.2017

Leikskólastjóri Krílakots, Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, lagði fram endurskoðaða umbótaáætlun Krílakots. Þeirri fyrri var skilað til Menntamálastofnunar þegar ytra mat þeirra á leikskólanum lá fyrir. Breytingar taka mið af ábendingum sem bárust frá Menntamálastofnun í kjölfarið.
Lagt fram til kynningar. Engar athugasemdir komu fram.

Fræðsluráð - 250. fundur - 12.08.2020

Bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti dags. 4. maí 2020.
Lagt fram til kynningar og umræðu.

Fræðsluráð - 261. fundur - 09.06.2021

Tekið fyrir bréf frá Mennta - og Menningarmálaráðuneytinu dags. 3. maí 2021. Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir fór yfir umbótaáætlun á leikskólanum Krílakoti sem sent var til Mennta - og Menningarmálaráðuneytis.
Lagt fram til kynningar