Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga

6. fundur 28. nóvember 2017 kl. 08:30 - 10:00 í ráðhúsi Fjallabyggðar, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Hlynur Sigursveinsson sviðstjóri
  • Helga Helgadóttir aðalmaður
  • Steinunn Jóhannsdóttir formaður
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir sviðsstjóri
Starfsmenn
  • Magnús Guðmundur Ólafsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Hlynur Sigursveinsson
Dagskrá
Fundinn sat fyrir Fjallabyggð Steinunn María Sveinsdóttir, aðalmaður.

1.Mánaðarlegar stöðuskýrslur fyrir fagráð og byggðaráð

Málsnúmer 201604102Vakta málsnúmer

Lögð fram fjárhagsstaða TÁT frá janúar til 22. nóvember 2017.
Lagt fram til umræðu og kynningar.

2.Bílamál Tónlistarskólans á Tröllaskaga

Málsnúmer 201711090Vakta málsnúmer

Núverandi fyrirkomulag á bílamálum TÁT.
Farið yfir rekstur á vinnubíl skólans, akstri kennara og hvað betur má fara. Lögð fram með stöðumati úr fjárhagsáætlun.

Lagt er til að bílamál TÁT verði skoðuð af skólastjóra og einum fulltrúa frá hvoru sveitarfélagi fyrir sig.

3.Breyting á stöðuhlutföllum um áramót 2017/18

Málsnúmer 201711091Vakta málsnúmer

Kynning á fyrirliggjandi breytingum á stöðuhlutföllum hjá TÁT.
Einn af kennurum TÁT fór fram á það við skólastjóra að minnka við sig vinnu úr 100% stöðuhlutfalli niður í 70%.

Skólastjóri leggur til að 30% lækkun stöðuhlutfalls verði deilt á tvo aðra kennara sem mun ekki hafa í för með sér hækkun á launakostnaði TÁT.

4.Haust- og jólatónleikar 2017

Málsnúmer 201711093Vakta málsnúmer

Skólastarf TÁT það sem af er vetri og það sem er framundan.
Skólastjóri TÁT fór yfir dagskrá tónlistarskólans það sem af er vetri. Þar má nefna foreldraviku og 10 hausttónleika. Framundan er þemavika með Írsku yfirbragði. Þá er framundan námskeið bæði á Sigufirði og Dalvíkurbyggð í írskri þjóðlagatónlist. Þá eru framundan átta jólatónleikar sem haldnir verða 7. til 15. desember auk heimsókna til eldri borgara.

5.Breyting á skipan formanns og ritara skólanefndar TÁT

Málsnúmer 201711094Vakta málsnúmer

Breyting á skipan formanns og ritara skólanefndar TÁT.
Fram kemur í samningi vegna sameiningar Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar og Tónskóla Fjallabyggðar (sjá 11.gr.) að skipan skólanefndar skuli taka mið af starfsári tónlistarskólans og að fyrsta starfsárið skuli Dalvíkurbyggð skipa 2 fullltrúa og Fjallabyggð 3 fulltrúa. Þar segir jafnframt að það sveitarfélag sem skipar tvö fulltrúa fái jafnframt úthlutað stöðu formanns og varaformaður komi frá því sveitarfélagi sem skipar þrjá fulltrúa ár hvert.

Breyting á nefndarskipan tekur gildi frá og með næsta fundi skólanefndarinnar.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
  • Hlynur Sigursveinsson sviðstjóri
  • Helga Helgadóttir aðalmaður
  • Steinunn Jóhannsdóttir formaður
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir sviðsstjóri
Starfsmenn
  • Magnús Guðmundur Ólafsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Hlynur Sigursveinsson