Byggðaráð

824. fundur 08. júní 2017 kl. 13:00 - 15:07 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Frá sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs; Tilboð í innanhússbreytingar á Víkurröst 2017.

Málsnúmer 201706013Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 13:00.

Fimmtudaginn 1. júní s.l. voru opnuð tilboð í breytingar og viðhald í Víkurröst.

Tvö tilboð bárust frá einum aðila:

Tréverk ehf. kr. 11.216.000
Tréverk ehf. frávikstilboð kr. 9.890.000 með skiladegi 15. desember 2017.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs að ganga til samninga við Tréverk á grundvelli hærra tilboðsins með afhendingardegi í ágúst.

2.Frá sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs; Innviðir fyrir rafbíla - styrkur Orkusjóðs

Málsnúmer 201706015Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Vistorku, dagsett þann 29. maí 2017, til sveitarstjórna sem tengjst umsókn Vistorku í Orkusjóði um uppbyggingu innviða fyrir rafbíla á Norðurlandi.

Til umræðu ofangreint.

Börkur vék af fundi kl. 13:32.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að Guðmundur Haukur Sigurðarson, framkvæmdastjóri Vistorku, mæti á fund byggðaráðs til að fara yfir ofangreint.

3.Frá Ungmennafélaginu Atla; Umsókn um styrk á móti fasteignaskatti

Málsnúmer 201706027Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Ungmennafélaginu Atla, dagsett þann 04.06.2017, um styrk á móti fasteignaskatti vegna samkomuhússins Höfða í Svarfaðardal.

Samkvæmt reglum sveitarfélagsins þá eiga umsóknir að liggja fyrir fyrir 1. júní.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að heimila sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að afgreiða ofangreinda umsókn samkvæmt reglum sveitarfélagsins um styrk til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka skv. 2. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 og skv. 7 gr. reglugerðar um fasteignaskatt nr. 1160/2005.

4.Frá Skíðafélagi Dalvíkur; Fjárhagsstaða Skíðafélags Dalvíkur

Málsnúmer 201706026Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá stjórn Skíðafélags Dalvíkur, dagsett þann 5. júní 2017, þar sem farið er yfir fjárhagsstöðu Skíðafélags Dalvíkur, viðhaldsmál og fleira. Fram kemur m.a. að Skíðafélagið á eftir að fá 2,0 m.kr. af styrk frá sveitarfélaginu og stjórnin sér ekki annað í stöðunni en að félagið verði að fá þessa peninga greidda út strax.

Til umræða ofangreint.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Skíðafélag Dalvíkur fái greitt strax það sem eftir stendur af styrkveitingu ársins.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að fá stjórn Skíðafélags Dalvíkur á fund byggðaráðs í ágúst ásamt íþrótta- og æskulýðsráði, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.

5.Frá sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs; Mánaðarlegar stöðuskýrslur fyrir fagráð og byggðaráð

Málsnúmer 201604102Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti mánaðarlegar stöðuskýrslur janúar - apríl, bókfært í samanburði við fjárhagsáætlun 2017.
Lagt fram til kynningar.

6.Frá tölvuumsjónarmanni; Endurnýjun eldveggjar sveitarfélagsins

Málsnúmer 201706046Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Bjarni Jóhann Valdimarsson, tölvuumsjónarmaður, kl. 14:03.

Tekið fyrir minnisblað frá tölvuumsjónarmanni þar sem fram kemur m.a. að á fjárhagsáætlun 2017 er gert ráð fyrir endurnýjun á eldvegg og vinnu tengdri henni, kr. 600.000. Við úttekt og hönnun á innra neti sveitarfélagsins samhliða endurnýjun eldveggjarins og færslu netþjóna komu í ljós ákveðnir annmarkar á núverandi kerfi hvað varðar hraða og umferð á milli stofnana. Ef á að bregðast við þessu þá fylgir óhjákvæmlega aukinn kostnaður. Heildarkostnaður er áætlaður um kr. 1.263.000. Óskað er því eftir kr. 663.000 viðauka við fjárhagsáætlun 2017 til að bregðast við þessu á deild 21400.

Það er tillaga tölvuumsjónarmanns og ráðgjafa að farið verði í þessar breytingar á nethöguninni, hvort sem það verður gert nú eða síðar.

Til umræðu ofangreint.

Bjarni Jóhann vék af fundi kl. 14:08.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2017, kr. 663.000 við deild 21400.

7.Frá sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs; Fjárhagsáætlun 2018 og þriggja ára áætlun 2019-2021

Málsnúmer 201705174Vakta málsnúmer

Samkvæmt fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar er eftirfarandi til umfjöllunar í byggðaráði í apríl - maí eða þegar ársreikningur liggur fyrir:

a)
Framkvæmdastjórn og byggðaráð ræða um og koma með hugmyndir að verkefnum, framkvæmdum, áherslum og stefnu.
b)
Umræða í byggðaráði um verklag, áherslur, markmið og tímaramma.
d)
Byggðaráð tekur formlega ákvörðun um markmið fjárhagsáætlunar og setur fram stefnu.

Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar.

8.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201706022Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók

9.Frá Veiðifélagi Svarfaðardalsár;Aðalfundarboð 2017

Málsnúmer 201705179Vakta málsnúmer

Tekið fyrir aðalfundarboð frá Veiðifélagi Svarfaðardalsár, dagsett þann 31. maí 2017, þar sem boðað er til aðalfundar 2017 að Rimum miðvikudaginn 7. júní s.l.

Upplýst var á fundinum að sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs sótti fundinn.
Lagt fram til kynningar.

10.Frá Gásakaupstað; Aðalfundarboð 2017

Málsnúmer 201706007Vakta málsnúmer

Tekið fyrir aðalfundarboð frá stjórn Gáskakaupstaðar ses., dagsett þann 30. maí 2017, þar sem boðað er til aðalfundar þriðjudaginn 13. júní 2017 kl. 15:00 á Akureyri.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að senda ekki fulltrúa á fundinn að þessu sinni fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.

Fundi slitið - kl. 15:07.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs