Málsnúmer 201508010Vakta málsnúmer
Með fundarboði fylgdu greinargerðir stjórnenda leik- og grunnskóla Dalvíkurbyggðar, sömu og lágu fyrir síðasta fundi. Samkvæmt þeim rúmast kostnaður vegna sáttmálans innan fjárhagsramma Árskógarskóla nema til komi aukning á þörf fyrir sérfræðiþjónustu sem ekki er fyrirséð í dag. Dalvíkurskóli þarf viðbótarfjárveitingu upp á 6.700.000 krónur á ári vegna launakostnaðar til að bæta þjónustu við börn af erlendum uppruna. Innan fjárhagsramma rúmast 450.000 krónur vegna fræðslu starfsmanna. Leikskólarnir Krílakot og Kátakot þurfa 2.500.000 á ári vegna 50% aukningar í sérkennslu, 300.000 kr. til kaupa á málörvunarefni á næsta ári og 500.000 vegna Söguskjóða og námskeiða fyrir foreldra barna af erlendum uppruna. Ekkert af þessu rúmast innan núverandi fjárhagsramma.